Veitustjórn
Veitustjórn Skagafjarðar
Fundur 42 – 24.01.2001
Miðvikudagur 24.jan. árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 16.30. á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mættir voru veitustjórnarmennirnir: Árni Egilsson, Einar Gíslason, Sigrún Alda Sighvats, Ingvar Guðnason og Ingimar Ingimarsson, ásamt veitustjórunum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni.
DAGSKRÁ:
- Fjárhagsáætlun Rafveitu, seinni umræða.
- Fjárhagsáætlun Hitaveitu, seinni umræða.
- Fjárhagsáætlun Vatnsveitu, seinni umræða.
- Ákvörðun um efniskaup v/stofnlagnar hitaveitu á Langholti.
- Vatnsveitufélag Varmahlíðar, skýrt frá fundi varðandi málið.
- Önnur mál.
Formaður setti fundinn kl.16.30 og bauð fundarmenn velkomna.
AFGREIÐSLUR:
1. Rafveitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun fyrir Rafveitu Sauðárkróks fyrir árið 2001. Gjaldaliður er 140.370.000.- og tekjuliður 141.600.000.- Handbært fé frá rekstri er 11.300.000.- og fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 14.530.000.- Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og seinni umræðu í sveitarstjórn.
2. Veitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun fyrir Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 2001. Gjaldaliðir eru 63.225.000.- og tekjuliðir 80.500.000.- Handbært fé frá rekstri er 29.575.000.- og fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 36.760.000.- Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og seinni umræðu í sveitarstjórn.
3. Veitustjóri lagði fram fjárhagsáætlun fyrir Vatnsveitu Skagafjarðar fyrir árið 2001. Gjaldaliðir eru 25.885.000.- og tekjuliðir 29.500.000.- Handbært fé frá rekstri er 8.265.000 og fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 12.565.000.- Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og seinni umræðu í sveitarstjórn.
4. Veitustjóri gerði grein fyrir tilboðum í efni við stofnlögn hitaveitu á Langholtinu. Veitustjórn samþykkir að taka tilboði frá Seti hf. í rör og tengiefni og tilboði frá Ís-rörum ehf í einangrunarhólka samtals að upphæð 10.152.632.- án VSK.
5. Formaður veitustjórnar gerði grein fyrir fundi sem hann, varaformaður og veitustjóri áttu með stjórn Vatnsveitufélagsins í Varmahlíð 22.jan.sl.um framtíð vatnsveitunnar í Varmahlíð.
6. Önnur mál:
A) Byggðarráð vísaði bréfi frá Útrás ehf. á Akureyri dags. 18.des.2000 til veitustjórnar. Veitustjórn sér sér ekki fært að taka þátt í því verkefni sem boðið er upp á í bréfinu.
B) Borist hefur bréf frá Iðnaðarráðuneyti dags. 12.jan. 2001 um niðurgreiðslur á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis og um styrki til nýlagna hitaveitna á rafhitasvæðum.Um er að ræða hækkun á fyrri styrkveitingum um 3.964.015.- vegna lagningar hitaveitu á milli Sauðárkróks og Marbælis og frá Varmahlíð um Hólm í átt að Akrahreppi. Veitustjórn samþykkir að skipting styrksins verði samkvæmt fyrri reglum, hitaveita 35 % og viðskiptavinir 65%.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, og fundi slitið kl.17.50
Fundarritari: Sigurður Ágústsson
Árni Egilsson Einar Gíslason
Sigrún Alda Sighvats Ingvar Guðnason
Ingimar Ingimarsson Páll Pálsson