Fara í efni

Veitustjórn

43. fundur 01. febrúar 2001 kl. 16:00 - 16:50 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Veitustjórn Skagafjarðar
Fundur 43 – 01.02.2001

 

            Fimmtudaginn 1. feb. árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 16.00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

            Mættir voru veitustjórnarmennirnir:  Árni Egilsson, Einar Gíslason, Sigrún Alda Sighvats, Ingvar Guðnason og Ingimar Ingimarsson, ásamt veitustjórunum Sigurði Ágústssyni, Páli Pálssyni og sveitarstjóranum Snorra Birni Sigurðssyni.

 

DAGSKRÁ:

  1. Umræður um sameiningu veitna.
  2. Samningur milli Vatnsveitufélags Varmahlíðar og Vatnsveitu Skagafjarðar
  3. Önnur mál.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson kynnti og útskýrði samþykkt Sveitarstjórnar frá 30.01.2001 um sameiningu rafveitu, hitaveitu og vatnsveitu. Veitustjórn samþykkir að mynda þriggja manna verkefnishóp úr veitustjórn, skipuðan einum fulltrúa úr hverjum flokki, sem vinnur að því að framkvæma tillögu sem samþykkt var í sveitarstjórn 30.jan. s.l. um sameiningu veitna.  Veitustjórn samþykkir að í hópnum verði Árni Egilsson, Einar Gíslason og Ingvar Guðnason. Hér yfirgaf sveitarstjóri fundinn.


2. Lögð fram drög að samningi milli Vatnsveitufélags Varmahlíðar og Vatnsveitu Skagafjarðar. Veitustjórn samþykkir framlögð drög, með þeim breytingum að í 4.gr. komi fram upphæð álagningar vatnsgjalds fyrir árið 2001. Veitustjóra er falið að ganga frá samningi til endanlegrar samþykktar í veitustjórn.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, og fundi slitið kl.16.50.

 

Fundarritari: Sigurður Ágústsson.

Árni Egilsson                        

Einar Gíslason                                              

Páll Pálsson

Ingimar Ingimarsson

Sigrún Alda Sighvats

Ingvar Guðnason