Veitustjórn
Veitustjórn Skagafjarðar
Fundur 46– 06.06.2001
Miðvikudaginn 6.júní árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 10 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mættir voru veitustjórnarfulltrúarnir: Árni Egilsson, Einar Gíslason, Sigrún Alda Sighvats, Ingvar Guðnason ásamt veitustjórunum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni.
Þá voru mættir eftirtaldir sveitarstjórnarfulltrúar: Gísli Gunnarsson, Herdís Sæmundardóttir, Stefán Guðmundsson, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson og Ásdís Guðmundsdóttir. Sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson sat fundinn ásamt ráðgjöfunum Jóni Vilhjálmssyni frá Verkfræðistofunni Afli og Sigurði Páli Haukssyni frá Deloitte & Touche.
Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og lýsti aðdraganda fundarins og fól Árna Egilssyni að stjórna fundi og var þá gengið til Dagskrár:
DAGSKRÁ:
- Skýrslur um sameiningu veitna. Jón Vilhjálmsson og Sigurður Páll Hauksson.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Til máls tók Jón Vilhjálmsson. Hann fór yfir og útskýrði skýrslu sína um “Athugun á sameiningu orku- og vatnsveitna í Skagafirði”. Einnig gerði hann grein fyrir helstu atriðum í nýju raforkulögunum. Að loknu erindi stóð Jón fyrir svörum fundarmanna.
Til máls tók Sigurður Páll Hauksson, hann fór yfir og útskýrði sína skýrslu “Verðmat á sjálfstæðu félagi orku- og vatnsveitna í Skagafirði”. Að því loknu stóð Sigurður fyrir svörum fundarmanna.
2. Önnur mál engin.
Gísli Gunnarsson þakkaði ráðgjöfum fyrir þeirra vinnu, síðan var fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.12.25
Sigurður Ágústsson, ritari.