Fara í efni

Veitustjórn

47. fundur 07. júní 2001 kl. 16:00 - 18:15 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Veitustjórn Skagafjarðar

Fundur 47– 07.06.2001

 

            Fimmtudaginn 7.júní árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 16 á skrifstofu sveitarfélagsins.

            Mættir voru veitustjórnarfulltrúarnir:  Árni Egilsson,   Sigrún Alda Sighvats, Ingvar Guðnason, Ingimar Ingimarsson og Páll Sighvatsson (varamaður Einars Gíslason),   ásamt veitustjórunum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni.

Þá voru mættir Jón Örn Berndsen byggingafulltrúi og Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt.

 

DAGSKRÁ:

  1. Ársreikningar Rafveitu Sauðárkróks fyrir árið 2000, seinni umræða.
  2. Ársreikningar Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 2000, seinni umræða.
  3. Ársreikningar Vatnsveitu Skagafjarðar fyrir árið 2000, seinni umræða.
  4. Þriggja ára áætlun rafveitu fyrir árin 2001-2004, fyrri umræða.
  5. Þriggja ára áætlun vatnsveitu fyrir árin 2001-2004, fyrri umræða.
  6. Þriggja ára áætlun vatnsveitu fyrir árin 2001-2004, fyrri umræða.
  7. Skipulagsmál. ( Jón Örn Berndsen og Árni Ragnarsson mæta á fundinn).
  8. Önnur mál.

 

Formaður setti fund kl. 16.05

 

AFGREIÐSLUR:

1. Veitustjórn      samþykkir að vísa ársreikningum Rafveitu Sauðárkróks fyrir árið 2000 til      síðari umræðu í sveitarstjórn. Niðurstöðutölur eru óbreyttar frá fyrri      umræðu og eru bókaðar í 45. fundargerð.

 

2. Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningum Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 2000 til síðari umræðu í sveitarstjórn. Niðurstöðutölur eru óbreyttar frá fyrri umræðu og eru bókaðar í 45. fundargerð.

 

3. Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningum Vatnsveitu Skagafjarðar fyrir árið 2000 til síðari umræðu í sveitarstjórn. Niðurstöðutölur eru óbreyttar frá fyrri umræðu og eru bókaðar í 45. fundargerð.

 

4. Rafveitustjóri lagði fram þriggja ára áætlun Rafveitu Sauðárkróks fyrir árin 2002-2004. Áætlunin byggir á fjárhagsáætlun fyrir árið 2001. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til  fyrri umræðu í sveitarstjórn.

 

5. Veitustjóri lagði fram þriggja ára áætlun Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árin 2002-2004. Áætlunin byggir á fjárhagsáætlun fyrir árið 2001. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til  fyrri umræðu í sveitarstjórn.

 

6. Veitustjóri lagði fram þriggja ára áætlun Vatnsveitu Skagafjarðar fyrir árin 2002-2004. Áætlunin byggir á fjárhagsáætlun fyrir árið 2001. Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til  fyrri umræðu í sveitarstjórn.

     

7. Til fundar voru mættir Jón Örn Berndsen byggingafulltrúi og Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt og gerðu grein fyrir fyrirhugaðri vinnu við aðalskipulag Skagafjarðar 2001-2012 og auglýstu eftir skoðunum veitarstjórnarmanna og stefnu veitustjórnar í skipulagsmálum ásamt framtíðarsýn hvað varðar lagnaleiðir, staðsetningu virkjana og hugsanleg  athafna- og iðnaðarsvæði. Veitustjórn samþykkir að fela formanni, varaformanni og veitustjórunum að móta tillögur til veitustjórnar og taka til umræður á fundi hennar.

 

8. Önnur mál:                                                                                                          

Rafveitustjóri kynnti uppkast að svarbréfi til iðnaðarráðuneytisins, sem byggðarráð vísaði til veitustjórnar, er varðaði áætlun um þrífösun raflína í sveitum. Veitustjórn samþykkir að senda bréfið.

 

Rafveitustjóri gerði grein fyrir fagfundi Samorku á Ísafirði 31. maí og 1. júní.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.18.15

 

Árni Egilsson                                                 Sigurður Ágústsson, ritari

Sigrún Alda Sighvats                                     Páll Pálsson

Ingvar Guðnason

Ingimar Ingimarsson

Páll Sighvatsson