Veitustjórn
Veitustjórn Skagafjarðar
Fundur 52 – 04.10.2001
Fimmtudaginn 4. okt.. árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 17.00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mættir voru veitustjórnarfulltrúarnir: Snorri Styrkársson, formaður, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson og Einar Gíslason, ásamt veitustjórunum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni.
DAGSKRÁ:
- Endurskoðaðar fjárhagsáætlanir veitna
- Húseignir Skagafjarðar ehf.
- Önnur mál.
Formaður setti fund kl. 17.00
AFGREIÐSLUR:
1. Í endurnýjaðri fjárhagsáætlun rafveitu er gjaldaliðurinn 147.640.000.-, hefur hækkað um 7.270.000.- Tekjuliðurinn er 149.000.000.-, hefur hækkað um 7.400.000.-Handbært fé frá rekstri er 11.430.000.-, hefur hækkað um 130.000.- og til fjárfestinga í varanlegum rekstrarfjármunum koma 9.050.000.-, lækkun um 5.480.000.-
Í endurnýjaðri fjárhagsáætlun hitaveitu er gjaldaliðurinn 77.315.000.-, hefur hækkað um 14.090.000.- Tekjuliðurinn er 98.715.000.-, hefur hækkað um 18.250.000.- Handbært fé frá rekstri er 39.710.000.-, hefur hækkað um 10.135.000.- og til fjárfestinga í varanlegum rekstrarfjármunum fara 36.760.000.-, engin breyting frá fyrri áætlun.
Í endurnýjaðri fjárhagsáætlun vatnsveitu er gjaldaliðurinn 25.865.000.-, hefur lækkað um 20.000.- Tekjuliðurinn er 29.695.000.-, hefur hækkað um 215.000.- Handbært fé frá rekstri er 8.480.000.-, hækkun um 215.000.- og til fjárfestinga í varanlegum rekstrarfjármunum fara 12.265.000.-, lækkun um 300.000.-
Veitustjórn samþykkir að vísa endurskoðuðum fjárhagsáætlunum veitna til Sveitarstjórnar.
2. Formaður gerði grein fyrir hugmyndum sveitarstjórnar um stofnun einkahlutafélags um hluta af fasteignum sveitarfélagsins, útskýrði hann áhrif þessa á rekstur fasteigna í eigu veitnanna.
3. Önnur mál: Engin.
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18.10
Fundarritari Sigurður Ágústsson
Páll Pálsson
Árni Egilsson
Einar Gíslason
Sigrún Alda Sighvats
Snorri Styrkársson
Ingimar Ingimarsson