Fara í efni

Veitustjórn

56. fundur 18. desember 2001 kl. 18:00 - 20:15 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Veitustjórn Skagafjarðar
Fundur 56 – 18.12.2001

 

            Þriðjuudaginn 18. des. árið 2001 kom veitustjórn saman kl. 18.00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

            Mættir voru veitustjórnarfulltrúarnir: Snorri Styrkársson, formaður, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Einar Gíslason og Ingimar Ingimarsson ásamt veitustjórunum Sigurði Ágústssyni og Páli Pálssyni. Einnig sat Margeir Friðriksson fjármálastjóri fundinn að hluta.

 

DAGSKRÁ:

  1. Sameining Hita-og Vatnsveitu Skagafjarðar.
  2. Fjárhagsáætlun Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 2002, fyrri umræða.
  3. Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Skagafjarðar fyrir árið 2002, fyrri umræða.
  4. Stjórnarfundir í Héraðsvötnum ehf. og Norðlenskri-orku ehf.
  5. Önnur mál

 

Formaður setti fund kl. 18.10

 

AFGREIÐSLUR:

Formaður gerði grein fyrir sameiningu Hita- og vatnsveitu Skagafjarðar, með tilliti til  lagabreytingar á Alþingi sem fyrirhugaðar eru að vori og yfirfór forsendur fyrir áætluðum efnahags-og rekstrarreikningi ásamt sjóðstreymi sameinaðs fyrirtækis.  Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu, sem veitustjórn  samþykkti:

Veitustjórn samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að sameina Hitaveitu Skagafjarðar og Vatsveitu Skagafjarðar í eitt öflugt orkufyrirtæki miðað við 31. desember 2001.  Stofnað verður nýtt fyrirtæki sem heiti Skagafjarðarveitur.

 

Þannig verður til eitt veitufyrirtæki sem standa mun að öflun, flutningi og sölu á heitu og köldu vatni í Skagafirði.  Eigið fé fyrirtækisins verði um 40% af heildareignum

.

Helsta markmiðið með hinu nýja fyrirtæki, til lengri tíma litið, er að hagræða í rekstri, auka skilvirkni og einfalda stjórnun.   Það eru áform veitustjórnar að með sameiningunni verði lagður grunnur að því að stofna síðar sjálfstætt hlutafélag um veitufyrirtækið.  Það hlutafélag verður þó ekki stofnað fyrr en nauðsynlegar lagabreytingar hafa verið gerðar á Alþingi sem heimila að vatsveitur verði reknar í slíku hlutafélagi.

 

Samhliða sameiningu veitnanna í eitt fyrirtæki samþykkir veitustjórn að lækka eigið fé veitnanna um 200 milljónir króna í samræmi við framlagða útreikninga.  Helstu tillögur endurskoðandans um áætlaðan stofnefnahagsreikning Skagafjarðarveitu og rekstrarreikning fyrir árið 2002 eru:

 

Efnahagsreikningur:

 

Fastafjármunir samtals                                              458.800.000

Veltufjármunir samtals                                                25.000.000   

 

                                    Samtals eignir                        483.800.000

 

Eigið fé                                                                      192.500.000

Skuldbindingar                                                            11.500.000

Langtímaskuldir                                                        246.339.000

Skammtímaskuldir                                                       33.461.000

 

                                    Samtals skuldir og eigið fé    483.800.000

 

Rekstrarreikningur:

 

Rekstrartekjur                                                            114.361.000

Rekstrargjöld                                                               66.280.000   

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld                              26.000.000

 

Hagnaður ársins                        22.081.000

.

Gert er ráð fyrir að sjóðstreymi skili um 49 milljónum króna til greiðslu afborgana, greiðslu arðs eða afgjalds og framkvæmda. 

 

Að því er stefnt að lengja langtímaskuldir fyrirtækisins til  a.m.k. 15 –20 ára þannig að greiðslubyrði langtímalána verði ekki hærri en 13 - 19 milljónir króna á ári og að möguleikar fyrirtækisins til framkvæmda verði a.m.k. 25 - 30 milljónir króna á ári að jafnaði.  Jafnframt er að því stefnt að fyrirtækið geti greitt arð sem nemur allt að 7% af eiginfjárreikningum fyrirtækisins.  Ekki verði greitt afgjald á árinu 2002.

 

Veitustjórn mun á næstu vikum gera nánari tillögur um framkvæmd sameiningarinnar s.s. um stjórnskipulag og stjórnun, framtíðar rekstrarfyrirkomulagi ásamt samþykktum fyrir Skagafjarðarveitu, markmið og tilgang.

 

2. Veitustjóri lagði fram og fjármálastjóri yfirfór fjárhagsáætlun Hitaveitu Skagafjarðar fyrir árið 2002. Gjaldaliðir eru kr.90.825.000.  -  og tekjuliðir kr.98.300.000. - Handbært fé frá rekstri er kr. 23.275.000. - og fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum kr.25.475.000. -  Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.

 

3. Veitustjóri lagði fram og fjármálastjóri yfirfór fjárhagsáætlun Vatnsveitu Skagafjarðar fyrir árið 2002. Gjaldaliðir eru kr. 23.245.000.- og tekjuliðir kr. 27.700.000.- Handbært fé frá rekstri er kr. 9.855.000.- og fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum kr. 8.650.000.- Veitustjórn samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn. Nú vék fjármálastjóri af fundi.

 

4. Rafveitustjóri gerði grein fyrir fundi í stjórn Héraðsvatna þann 17.12. sl. og fundi í stjórn Norðlenskrar-orku ehf. frá í dag og dreifði fundargerð þess síðarnefnda. Veitustjórn telur ekki tímabært á þessu stigi máls að taka afstöðu til hlutafjáraukningar í Norðlenskri-orku ehf. þar sem endanlegur úrskurður um umhverfismat liggur ekki fyrir.

 

5. Önnur mál. Rætt um starfsmannamál við rekstrarlok rafveitu.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 20.15

 

Fundarritari
Sigurður Ágústsson