Fara í efni

Veitustjórn

59. fundur 20. mars 2002 kl. 17:00 - 18:50 Safnahúsið á Sauðárkróki

Veitustjórn Skagafjarðar
Fundur 59 – 20. 03. 2002

 

            Miðvikudaginn 20. mars árið 2002 kom veitustjórn saman til fundar kl. 17.00 í Safnahúsi Skagafjarðar.

            Mættir voru veitustjórnarfulltrúarnir: Snorri Styrkársson formaður, Sigrún Alda Sighvats, Ingimar Ingimarsson og Einar Gíslason ásamt Kristjáni Jónassyni endurskoðanda og Páli Pálssyni veitustjóra. Ingimar Ingimarsson  ritaði fundargerð.

 

DAGSKRÁ:   

  1. Ársreikningar Hita- og vatnsveitu Skagafjarðar. ( Rafveitu )
  2. Samþykktir fyrir Skagafjarðarveitur.
  3. Þriggja ára áætlun.
  4. Önnur mál.

 

Formaður setti fund kl. 17:00

 

AFGREIÐSLUR:       

1. Kristján Jónasson, endurskoðandi, skýrði ársreikninga Hita- og vatnsveitu Skagafjarðar 2001 svo og ársreikning  Rafveitu Sauðárkróks 2001.

Rekstrarhagnaður Vatnsveitu Skagafjarðar er kr. 1.017.531, eignir eru kr. 109.567.810 og eigið fé í árslok er kr. 102.371.702. 

Rekstrarhagnaður Hitaveitu Skagafjarðar er kr. 23.914.232 , eignir eru kr. 389.793.867 og eigið fé í árslok er kr. 90.066.242. 

Rekstrarhagnaður Rafveitu Sauðárkróks er kr. 180.744.314, eignir eru kr. 70.830.510 og eigið fé í árslok er kr. 21.862.017.

Veitustjórn samþykkir að vísa ársreikningum Hita- vatns- og rafveitu til seinni umræðu í Sveitarstjórn Skagafjarðar.

 

2. Kristján Jónasson, endurskoðandi, kynnti og skýrði valkosti við að færa Hita- og vatnsveitu Skagafjarðar yfir í einkahlutafélag.

 

3. Formaður, Snorri Styrkársson, fór yfir þriggja ára áætlun, 2003-2005, fyrir Skagafjarðarveitur og greindi frá þeim breytingum sem orðið hafa frá síðustu umræðu. Veitustjórn samþykkir að vísa þriggja ára áætlun Skagafjarðarveitna til seinni umræðu í Sveitarstjórn Skagafjarðar.

 

4. Önnur mál. Borist hefur bréf frá rekstraraðilum Hótel Tindastóls á Sauðárkróki varðandi afslátt á heitu vatni. Veitustjórn hafnar erindinu.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18:50

 

Fundarritari:  Ingimar Ingimarsson 

Snorri Styrkársson                             

Einar Gíslason                                   

Páll Pálsson

Sigrún Alda Sighvats