Fara í efni

Jóla-, bænda- og handverksmarkaður í Hlöðunni á Stórhóli

Laugardaginn 23. nóvember höldum við árlegan jóla bænda og handverksmarkað í Hlöðunni á Stórhól og Rúnalist Gallerí. Fjölbreitt vöruúrval beint frá býli og smáframleiðendum á norðurlandi og víðar. Það verða geitaostar, ostar, pylsur, pestó, sultur, chutney, grafið, reykt, geitakjöt, lambakjöt, nautakjöt, kæfa, ærgæti, skinn, skart, bækur, kerti og spil, húfur, vettlingar, sokkar, eldiviður, jólagreinar, gjafakörfur og margt margt fleira.
Einnig fögnum við 10 ára afmæli Rúnalistar Gallerís og bjóðum uppá jólate, jólaglögg, piparkökur og grillaða sykurpúða fyrir gesti.
Austan Vatna - Inga Dóra og Edu, verða með eitthvað gott og girnilegt til að borða á staðnum.
 
HVAR: Á Stórhól í gamla Lýtingsstaðahreppi
 
HVENÆR: Laugardaginn 23. nóvember kl 13-17
 
ÞÁTTAKENDUR:
Austan Vatna
Drekagull
Geitagott
Huldubúð
Hulduland
Hvammshlíð
Hraun á Skaga
Kjötvinnslan Birkihlíð
R- Rababari
Sölvanes
Silfrastaðaskógur