Rökkurganga í Glaumbæ
1. desember kl. 15:00-17:00
Ýmislegt
Glaumbær
Við ætlum að njóta samveru í rökkrinu í gamla bænum í Glaumbæ sunnudaginn, 1. desember
Það verður að venju sögustund í baðstofunni í Glaumbæ. Þá koma þjóðháttaáhugafólk frá Akureyri og félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjunni í heimsókn og verða með jólastarfsdag í gamla bænum. Andrúmsloftið í bænum verður eins og við jólaundirbúning árið 1910. Hópurinn verður með kveðskap og sýnir tóvinnu, kertagerð, laufabrauðsútskurð og skreyta jólatré.
Einnig munu konurnar í Pilsaþyt gleðja gesti með nærveru sinni.
Jólamarkaður verður með smáframleiðendum í Skagafirði, kaffistofan í Áshúsi verður opin og sannur hátíðarbragur yfir svæðinu.
Frír aðgangur verður á safnið á meðan á viðburðinum stendur kl. 15-17.
Við hvetjum fólk til þess að mæta með góða skapið og vasaljós, hlökkum til að sjá ykkur!