Torfarfurinn - Málþing
Fjallað verður um torfarfinn frá ýmsum hliðum á málþingi í Kakalaskála í Skagafirði þann 8. nóvember næstkomandi, frá kl. 11 – 15.
Málþingið er tileinkað Sigríði Sigurðardóttur í tilefni af stórafmæli hennar en hún varð sjötug á dögunum.
Torfarfurinn hefur löngum verið Sirrí hugleikinn en auk þess að koma á fót Fornverkaskólanum þá hefur hún stundað umfangsmiklar rannsóknir og miðlun á torfarfinum um áratuga skeið.
Dagskrá:
11:00 Setning málþings – Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður
11:10 „Hefðin sem lifir í höndunum“: Samningur UNESCO um varðveislu menningarerfða frá 2003 og lifandi handverksþekking - Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstýra vefsins Lifandi hefða hjá Þjóðminjasafni Íslands
11:30 Skagfirska torfhúsarannsóknin: niðurstöður og lærdómur – Bryndís Zoëga, landfræðingur og fyrrv. verkefnastjóri hjá Byggðasafni Skagfirðinga
11:50 Torfarfurinn sem viðfangsefni stjórnsýslunnar – María Gísladóttir, arkitekt hjá Minjastofnun Íslands
12:10 Spurningar og umræður
12:20 Hádegisverður
13:00 Þrívíddarskönnun á torfi og torfverkfærum - Alex Casteel og Doug Daniels, frá UCLA háskóla í Bandaríkjunum (erindið fer fram á ensku)
13:20 PVC dúkar í torfhúsum - Helgi Sigurðsson, hleðslumeistari hjá Fornverki ehf.
13:40 Torf- og grjóthleðslur á ferðamannastöðum - Gunnar Óli Guðjónsson, landslagsarkitekt hjá Stokkum og steinum ehf.
14:00 Þarfasti þjónn húsasmiðsins, notaður við aðdrætti við húsbyggingar - Snædís Traustadóttir húsasmíðameistari
14:20 Spurningar og umræður
14:30 Kaffi, kleinur og spjall
15:00 Málþingi slitið
Fundarstjóri: Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga.
Aðgangur á málþingið er ókeypis og það opið öllum áhugasömum.
Farið er fram á skráningu á heimasíðu safnsins fyrir 6. nóvember: https://tinyurl.com/yffe2xt5
Boðið verður upp á streymi af málþinginu.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Málþingið er styrkt af húsafriðunarsjóði.