Fara í efni

Auglýsing vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Aðalgötu 20b á Sauðárkróki, verndarsvæði í byggð

28.02.2024
Aðalgata 20b

Hjá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Skagafjarðar liggur fyrir byggingarleyfisumsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 frá eiganda Aðalgötu 20b á Sauðárkróki, um leyfi til að gera breytingar á húsnæðinu. Breytingar varða notkun og útlit, þar sem gerðar verða íbúðir á báðum hæðum hússins með tilheyrandi breytingum. Áætlaður verktími er um 24 mánuðir. Byggingarár er 1969 og byggt við húsið 1976 og 1980.

Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki sem staðfest var af ráðherra þann 11. febrúar 2020.

Samkvæmt greinargerð um Verndarsvæði í byggð frá 2018 og Húsakönnun Sauðárkróks frá 2018 hefur húsið miðlungs varðveislugildi sem byggir að mestu á háu upprunalegu gildi og miðlungs tæknilegu ástandi. Aftur á móti er gildi þess metið lágt fyrir byggingarlist, menningarsögulegt- og umhverfisgildi.

Með vísan til 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdina.

Gögn er varða fyrirhugaða framkvæmd liggja frammi til kynningar frá og með miðvikudeginum 28. febrúar 2024 til og með 13. mars 2024 í Ráðhúsi sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd og gera athugasemdir eða ábendingar við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 13. mars 2024 til byggingarfulltrúa í Ráðhúsi Skagfirðingabraut 21 eða á netfangið: andrig@skagafjordur.is