Hættulegar sprungur í Ketubjörgum
26.03.2015
Fram kom á Byggðarráðsfundi í morgun að lögreglan í Skagafirði varar við miklum sprungum sem myndast hafa í Ketubjörgum á Skaga í Syðri-Bjargavík. Hreyfingar hafa verið á bergbrúnum og varhugavert að ganga út á þær vegna hrunhættu en þarna er vinsæll útsýnisstaður yfir björgin og út á Skagafjörðinn.
Lögreglan hefur girt svæðið af og er allur aðgangur bannaður af öryggisástæðum. Meðfylgjandi myndir tók lögreglan á vettvangi 18. mars síðastliðinn.