Lið Skagafjarðar mætir Fljótsdalshéraði í Útsvari
04.12.2015
Í kvöld er önnur umferð í Útsvari, spurningarkeppni sveitarfélaga, í beinni útsendingu á RÚV sem hefst kl 20:40. Lið Skagafjarðar mætir að þessu sinni liði Fljótsdalshéraðs en í fyrstu umferð unnu Skagfirðingar lið Ísfirðinga.
Liðið skipa þau Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri Feykis, Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Við óskum þeim góðs gengis í kvöld.