Ný vinnsluhola fyrir heitt vatn í Varmahlíð
Nýverið var undirritaður samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf um borun eftir heitu vatni í Varmahlíð. Samið var um borun vinnsluholu á heitu vatni við Reykjarhól og er áætlað að borað verði á allt að 700 metra dýpi. Áætlaður kostnaður er um 50 milljónir króna. Jarðborinn Trölli hefur nú þegar hafið borun og gengur verkið samkvæmt áætlun og eru áætluð verklok í lok ágúst samkvæmt verksamningi.
Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs segir að mikli vinna hafi verið í kortlagningu á svæðinu undanfarið og voru tilraunarholur boraðar síðasta sumar sem gáfu jákvæða niðurstöður „Niðurstöður úr tilraunaholum síðasta sumar voru mjög góðar og standa vonir til að þessi framkvæmd sem farið er í núna auki afhendingaröryggi á heitu vatni fyrir íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar".