Fara í efni

Ný vinnsluhola fyrir heitt vatn í Varmahlíð

23.06.2021
Mynd: Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs og Guðmundur Ármann Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf, við undirritun samningsins.

Nýverið var undirritaður samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf um borun eftir heitu vatni í Varmahlíð. Samið var um borun vinnsluholu á heitu vatni við Reykjarhól og er áætlað að borað verði á allt að 700 metra dýpi. Áætlaður kostnaður er um 50 milljónir króna. Jarðborinn Trölli hefur nú þegar hafið borun og gengur verkið samkvæmt áætlun og eru áætluð verklok í lok ágúst samkvæmt verksamningi.

Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs segir að mikli vinna hafi verið í kortlagningu á svæðinu undanfarið og voru tilraunarholur boraðar síðasta sumar sem gáfu jákvæða niðurstöður „Niðurstöður úr tilraunaholum síðasta sumar voru mjög góðar og standa vonir til að þessi framkvæmd sem farið er í núna auki afhendingaröryggi á heitu vatni fyrir íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar".