Yfirlýsing frá oddvitum meirihluta í sveitarstjórn Skagafjarðar
30.01.2025
Meirihluti sveitarstjórnar Skagafjarðar vill koma því á framfæri að sú gagnrýni sem Kristófer Már Maronsson, formaður fræðslunefndar Skagafjarðar, fær vegna aðkomu sinnar að stefnu hóps foreldra gegn KÍ um hugsanlega misbeitingu verkfallsréttar, er tekin mjög alvarlega. Meirihluti sveitarstjórnar mun því á næsta fundi sveitarstjórnar leggja fram tillögu um að aflað verði álits á því að hvort með framgöngu sinni hafi formaður fræðslunefndar brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa í Skagafirði og hæfisreglum stjórnsýslulaga.
Oddvitar meirihlutaflokka í sveitarstjórn Skagafjarðar
Einar E. Einarsson
Gísli Sigurðsson