Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Nestún 24 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2212217Vakta málsnúmer
Þórir Guðmundsson sækir f.h. Harðar Snævars Knútssonar og Ólafs Björnssonar um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 24 við Nestún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teiknistofu Þ. Guðmundssonar af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir í verki HA22124, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 23.12. 2022. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Lambanes L146837- Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer
Guðmundur H. Jónsson og Anna G. Hermannsdóttir sækja um leyfi til að byggja vélageymslu á jörðinni Lambanesi, L 146837. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Faglausnum af Knúti Emil Jónassyni byggingarfræðingi. Upprættir í verki 0301, númer A.1.01 og A.2.01, dagsettir 13. júní 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Skjaldbreið - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2306204Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2023-035206, dagsettur 20. júní 2023. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Þóru Bjarkar Þórhallsdóttur f.h. Sindrandi Investment ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki II - C Minna gistiheimili í einbýlihúsinu Skjaldbreið, F2143790 á Hofsósi. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.
4.Steinsstaðir lóð nr. 3 - Umsókn um byggingarheimild eða leyfi
Málsnúmer 2306208Vakta málsnúmer
Yngvi Karl Sigurjónsson sækir f.h. Hönnu Láru Pálsdóttur um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni Steinsstaðir lóð nr. 3. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Yrki Arkitektum af Yngva Karli Sigurjónssyni arkitekt. Uppdrættir í verki V411, númer B05, B10 og B11, dagsettir 23.05.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
5.Geitagerði 5 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2306213Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra í máli 2023-037815, dagsettur 20. júní 2023. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Gústafs Gústafssonar, f.h. Hjaltadals ferðaþjónustu ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki II - G Íbúðir, íbúð í Geitagerði 5, F2277448 að Hólum í Hjaltadal. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.
6.Lambanes Reykir lóð A, L146846 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi
Málsnúmer 2306250Vakta málsnúmer
Ragnar Freyr Guðmundsson sækir f.h. Fljótabakka ehf. um leyfi til að byggja einbýlishús á áður byggðum sökklum á lóðinni Lambanes Reykir lóð A, L146846. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á teiknistofunni Kollgátu af Ragnari Frey Guðmundssyni arkitekt. Uppdrættir í verki 01_23_007, númer 100, 101 og 102, dagsettir 15.06.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2 skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:30.