Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Lambeyri 2 L236089 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2309110Vakta málsnúmer
Haraldur Sigmar Árnason tæknifræðingur sækir f.h. Helga Stefánssonar um leyfi til að byggja frístundahús/gestahús á lóðinni Lambeyri 2, L236089. Framlagður aðaluppdráttur gerður á H.S.Á. Teiknistofu af umsækjanda. Uppdráttur í verki 21-1228, númer 1302, dagsettur 01.09.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Litla-Borg L219345 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2309184Vakta málsnúmer
Guðmundur Þór Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Gunnars Björns Ásgeirssonar og Ellenar Hrannar Haraldsdóttur um leyfi til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni Litlu-Borg, L219345. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki 0721, númer A 01, A 02 og A 03, dagsettir 26.06.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Sæmundargata 15- Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.
Málsnúmer 2309237Vakta málsnúmer
Þórður Grétar Árnason og Lovísa Heiðrún Hlynsdóttir sækja um leyfi til að breyta notkun Mhl. 02, bílageymslu sem stendur á lóðinni númer 15 við Sæmundargötu í íbúðarrými. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3268, númer A-101 og A-102, dagsettir 26.08.2023. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
4.Ásgarður eystri L179981- Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2309248Vakta málsnúmer
Ingvar Gýgjar Sigurðarson tæknifræðingur sækir f.h. Ingólfs Arnarssonar um leyfi fyrir frístundahúsi/gestahúsi á jörðinni Ásgarði eystri, L179981. Húsið verður byggt á kennslusvæði, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki, þaðan flutt á ofangreinda jörð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af umsækjanda. Uppdráttur í verki 3265, númer A-101, dagsettur 21.08.2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, stöðuleyfi veitt.
Fundi slitið - kl. 13:45.