Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Nestún 14 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi .
Málsnúmer 2310191Vakta málsnúmer
Guðmundur Hreinsson byggingarfræðingur sækir um f.h. Hrafnhildar Guðjónsdóttur og Stefáns Vagns Stefánssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni númer 14 við Nestún á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Teikni- og tækniþjónustunni TOGT ehf. af umsækjanda. Uppdrættir eru númer A-001 til og með A-006, dagsettir 5. október 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
2.Keldur L146550 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2402018Vakta málsnúmer
Sæmundur Eiríksson tæknifræðingur sækir f.h. Magnúsar Oddssonar um leyfi til að byggja aðstöðuhús á jörðinni Keldum, L146550 í Sléttuhlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Klöpp Arkitektar-Verkfræðingar ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 23-507, númer A 001, A 002 og A 003, dagsettir febrúar 2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
3.Drekahlíð 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2402046Vakta málsnúmer
Berglind Ragnarsdóttir og Sigurður H. Ingvarsson sækja um leyfi til að gera breytingar á útliti einbýlishúss og bílskúr sem stendur á lóðinni númer 3 við Drekahlíð á Sauðárkróki og varðar breytingar á gluggum og hurðum.
Einnig lögð fram göng er varða tilkynningarskyldar framkvæmdir, breytingar á innangerð og lögnum. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 2676, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 1. janúar 2024, ásamt burðarvirkis- og lagnauppdráttum dagsettum 1. janúar 2024.
Framlagðir raflagnauppdrættir dagsettir í janúar 2024 gerðir af Gísla Árnasyni raflagnahönnuði. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaheimild veitt.
Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Einnig lögð fram göng er varða tilkynningarskyldar framkvæmdir, breytingar á innangerð og lögnum. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 2676, númer A-100, A-101, A-102 og A-103, dagsettir 1. janúar 2024, ásamt burðarvirkis- og lagnauppdráttum dagsettum 1. janúar 2024.
Framlagðir raflagnauppdrættir dagsettir í janúar 2024 gerðir af Gísla Árnasyni raflagnahönnuði. Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaheimild veitt.
Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Fundi slitið - kl. 12:00.