Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

5. fundur 27. febrúar 2014 kl. 15:00 - 16:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2014-2017.

Málsnúmer 1402371Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umsögn við þingsályktunartillögum um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014-2017. Nefndin telur að framkomin þingsályktunartillaga gangi allt of skammt og að mjög vanti upp á raunverulegar lausnir og fjármuni til að framkvæma þær. Nefndin samþykkir að senda fyrirliggjandi drög til atvinnuveganefndar Alþingis.

2.Tillögur og tilboð vegna markaðssetningar á Netinu

Málsnúmer 1402014Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að taka fyrirliggjandi tilboði og ráðast í markaðssetningu í gegnum google og leitarvélabestun fyrir www.visitskagafjordur.is. Kostnaður verður greiddur af málaflokki 13090.

3.Endurbætur á minnismerki um Stephan. G. Stephansson

Málsnúmer 1401246Vakta málsnúmer

Kynnt umsókn sem send var í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er lýtur að endurbótum á minnismerkinu um Stephan. G. Stephansson á Arnarstapa. Nefndin telur mjög mikilvægt að ráðist verði í endurbætur á merkum minnisvarða á þessum fallega stað.

4.Ferðakort - Skagafjörður og Austur-Húnavatnssýsla

Málsnúmer 1402228Vakta málsnúmer

Kynnt umsókn sem send var til Menningarráðs Norðurlands vestra er lýtur að endurútgáfu og endurgerð ferðakorta er ná yfir landssvæðið á mörkum Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með umsóknina og telur þarft og mikilvægt fyrir uppbyggingu útivistar og ferðaþjónustu á svæðinu að kortin verði gefin út.

5.Styrktarsjóður EBÍ 2014

Málsnúmer 1402113Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá styrktarsjóði EBÍ þar sem vakin er athygli á umsóknarfresti í sjóðinn. Nefndin leggur til að sótt verði um styrk til merkinga á útivistarsvæðum í sveitarfélaginu, líkt og umhverfis- og samgöngunefnd hefur lagt til.

6.JEC Composites 2014

Málsnúmer 1402018Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að að verkefnastjóri í atvinnumálum og formaður og varaformaður nefndarinnar fari á sýninguna og kynni Skagafjörð sem vænlegan stað til framleiðslu úr koltrefjum og öðrum trefjum, ásamt þróun og menntun á því sviði. Kostnaður ferðarinnar verður greiddur af málaflokki 13090. Fulltrúi frjálslyndra og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1312002Vakta málsnúmer

Málið fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 16:45.