Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

10. fundur 14. júlí 2014 kl. 08:30 - 09:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Gestakort

Málsnúmer 1401187Vakta málsnúmer

Samþykkt að ráðast í útgáfu gestakorts sem veitir aðgang í Byggðasafn Skagfirðinga, sundlaugar sveitarfélagsins og Sögusetur íslenska hestsins. Gerð verður tilraun með útgáfuna í sumar og tilhögun þess endurskoðuð að afloknum reynslutíma í haust. Hugmyndin hefur verið rædd og útfærð í samráði við forstöðumann Byggðasafns Skagfirðinga, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og stjórn Söguseturs íslenska hestsins.
Samþykkt að 24 klukkustunda kort kosti kr. 1990,- og 48 klukkustunda kort kosti kr. 2890,-

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1407070Vakta málsnúmer

Málið fært í trúnaðarbók.

3.European Destinations of Excellence - Matarkistan

Málsnúmer 1407091Vakta málsnúmer

Kynnt umsókn til European Destination of Excellence 2014 en þar var Matarkistan Skagafjörður tilnefnd.

Fundi slitið - kl. 09:45.