Fara í efni

Safnapassi

Málsnúmer 1401187

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 4. fundur - 20.01.2014

Rætt um möguleika þess að koma á aðgangspassa sem gildir fyrir fleiri en einn ferðamannastað á vegum sveitarfélagsins. Sigfúsi Inga falið að kanna mögulegar útfærslur á þessari hugmynd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014

Afgreiðsla 4. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 8. fundur - 12.05.2014

Ræddar hugmyndir um sérstakan safna- eða gestapassa fyrir söfn og sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Samþykkt að fela Sigfúsi Inga að vinna að nánari útfærslu í samráði við forstöðumenn safna og sundlauga og koma með tillögur á næsta fund nefndarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014

Afgreiðsla 8. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 316. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 209. fundur - 08.07.2014

Sviðsstjóri kynnti tillögu að gestakorti í Skagafirði sem veitir aðgang að söfnum og sundlaugum í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 667. fundur - 10.07.2014

Afgreiðsla 209. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 667. fundi byggðarráðs þann 10. júlí 2014 með þremur atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 10. fundur - 14.07.2014

Samþykkt að ráðast í útgáfu gestakorts sem veitir aðgang í Byggðasafn Skagfirðinga, sundlaugar sveitarfélagsins og Sögusetur íslenska hestsins. Gerð verður tilraun með útgáfuna í sumar og tilhögun þess endurskoðuð að afloknum reynslutíma í haust. Hugmyndin hefur verið rædd og útfærð í samráði við forstöðumann Byggðasafns Skagfirðinga, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og stjórn Söguseturs íslenska hestsins.
Samþykkt að 24 klukkustunda kort kosti kr. 1990,- og 48 klukkustunda kort kosti kr. 2890,-

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 668. fundur - 18.07.2014

Samþykkt að ráðast í útgáfu gestakorts sem veitir aðgang í Byggðasafn Skagfirðinga, sundlaugar sveitarfélagsins og Sögusetur íslenska hestsins. Gerð verður tilraun með útgáfuna í sumar og tilhögun þess endurskoðuð að afloknum reynslutíma í haust. Hugmyndin hefur verið rædd og útfærð í samráði við forstöðumann Byggðasafns Skagfirðinga, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og stjórn Söguseturs íslenska hestsins. Kortin verða seld á söfnum, í sundlaugum sveitarfélagsins og Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð.
Samþykkt að 24 klukkustunda kort kosti kr. 1990,- og 48 klukkustunda kort kosti kr. 2890,-
Byggðarráð samþykkir útgáfu kortsins og breytingu á gjaldskrá.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 668. fundur - 18.07.2014

Afgreiðsla 10. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 668. fundi byggðarráðs þann 18. júlí 2014 með þremur atkvæðum.