European Destinations of Excellence - Matarkistan
Málsnúmer 1407091
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 10. fundur - 14.07.2014
Kynnt umsókn til European Destination of Excellence 2014 en þar var Matarkistan Skagafjörður tilnefnd.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 668. fundur - 18.07.2014
Afgreiðsla 10. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 668. fundi byggðarráðs þann 18. júlí 2014 með þremur atkvæðum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 22. fundur - 28.08.2015
Kynnt niðurstaða European Destinations of Excellence en valnefnd EDEN verkefnisins á Íslandi ákvað að útnefna Sveitarfélagið Skagafjörð sem gæðaáfangastað Íslands 2015 fyrir verkefnið Matarkistan Skagafjörður. Í niðurstöðu valnefndar segir:
”Matarkistan Skagafjörður á sér langa sögu og er fyrsta samstarfsverkefni sinnar tegundar á sviði matartengdrar ferðaþjónustu hér á landi. Má því segja að verkefnið hafi rutt veginn og undirbúið jarðveginn fyrir önnur slík verkefni víða um land og sé því sannkallað frumkvöðlaverkefni. Afurðir verkefnisins hafa verið margar og fjölbreyttar í gegnum tíðina, en þar má m.a. nefna árlega Hrossaveislu, fyrirlestra og námsefni á vegum Hólaskóla og matreiðslubókina Eldað undir bláhimni. Nefndin telur verkefnið vel að heiðrinum komið og vonast
til að tilnefningin verði til að efla enn frekar matartengda ferðaþjónustu í Skagafirði, sem og á landinu öllu.“
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar niðurstöðunni og hvetur Skagfirðinga til enn frekari dáða í fjölbreyttri matvælaframleiðslu og matartengdri ferðaþjónustu í firðinum undir merkjum Matarkistunnar Skagafjarðar.
”Matarkistan Skagafjörður á sér langa sögu og er fyrsta samstarfsverkefni sinnar tegundar á sviði matartengdrar ferðaþjónustu hér á landi. Má því segja að verkefnið hafi rutt veginn og undirbúið jarðveginn fyrir önnur slík verkefni víða um land og sé því sannkallað frumkvöðlaverkefni. Afurðir verkefnisins hafa verið margar og fjölbreyttar í gegnum tíðina, en þar má m.a. nefna árlega Hrossaveislu, fyrirlestra og námsefni á vegum Hólaskóla og matreiðslubókina Eldað undir bláhimni. Nefndin telur verkefnið vel að heiðrinum komið og vonast
til að tilnefningin verði til að efla enn frekar matartengda ferðaþjónustu í Skagafirði, sem og á landinu öllu.“
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar niðurstöðunni og hvetur Skagfirðinga til enn frekari dáða í fjölbreyttri matvælaframleiðslu og matartengdri ferðaþjónustu í firðinum undir merkjum Matarkistunnar Skagafjarðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015
Afgreiðsla 22. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september með átta atkvæðum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 25. fundur - 22.10.2015
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita hvatningarstyrk að upphæð kr. 250.000,- til undirbúnings á matartengdum ferðapakka um Skagafjörð, að höfðu samráði við stjórn Matarkistu Skagafjarðar, áfram til ferðaskrifstofunnar North West Adventures sem er með slíka pakka í þróun.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015
Afgreiðsla 25. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember með átta atkvæðum.