Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

16. fundur 23. febrúar 2015 kl. 09:00 - 10:35 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Sigurjón Þórðarson varam.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Rekstur Árgarðs

Málsnúmer 1502064Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá hússtjórn Árgarðs þar sem óskað er eftir því að atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd auglýsti eftir rekstraraðila fyrir félagsheimilið Árgarð og vinni úr umsóknum í samráði við hússtjórn. Starfsmönnum falið að auglýsa eftir rekstraraðila og vinna úr umsóknum fyrir nefndina.

2.Lifandi landslag - smáforrit

Málsnúmer 1406246Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar stöðuskjal fyrir verkefnið Lifandi landslag.

3.Equitana 2015

Málsnúmer 1502059Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hrossaræktarsambandi Skagfirðinga þar sem óskað er annars vegar eftir fjárhagslegum stuðningi og hins vegar stuðningi sem felst í vinnu starfsmanna atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar vegna undirbúnings sýningarinnar Equitana sem haldin verður í Þýskalandi 14.-22. mars nk. Samþykkt að styrkja Hrossaræktarsambandið um kr. 150.000,- og að heimila starfsmönnum að veita aðstoð vegna undirbúnings sýningarinnar.

4.JEC Composites 2015

Málsnúmer 1502057Vakta málsnúmer

Samþykkt að senda fulltrúa frá sveitarfélaginu á JEC Composites trefjaráðstefnuna og -sýninguna í París 10.-12. mars nk.

5.Matarkistan Skagafjörður, matarhandverk og smáframleiðsla matvæla

Málsnúmer 1411237Vakta málsnúmer

Kynnt fyrirhuguð verkefni sem eru á döfinni hjá Matarkistunni Skagafirði og möguleg endurskoðun á markmiðum verkefnisins. Nefndin lýsir ánægju sinni með verkefnið og hvetur fólk til að taka þátt í verkefninu eftir föngum.

6.Endurnýjun menningarsamninga - staða

Málsnúmer 1404119Vakta málsnúmer

Kynntar voru fyrirhugaðar breytingar á sóknaráætlun landshluta og þeim sjóði sem verður til við það að sóknaráætlun, vaxtarsamningum og menningarsamningum er steypt saman í einn sjóð.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mótmælir þeim niðurskurði sem Norðurland vestra verður ítrekað fyrir við úthlutun fjármagns frá ríkinu og m.a. einnig við tilurð þessa nýja sjóðs og nýrra úthlutunarreglna. Nefndin tekur jafnframt undir gagnrýni stjórnar SSNV á skerðingu fjármagns inn á svæðið.

7.Greining innviða í Skagafirði

Málsnúmer 1502071Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að skýrslu um greiningu innviða í Skagafirði sem nýtast eiga við kynningu á svæðinu og tækifærum til að fjárfesta hér.

Sigurjón Þórðarson leggur fram svohljóðandi bókun:
Drögin eru víðtæk samantekt á hinum ýmsum þáttum sem geta nýst þegar fram líða stundir en mikilvægt er að hefjast handa strax við smærri og afmarkaðri verkefni. Eitt gæti verið að óska eftir þátttöku athafnamanna í útbænum í starfshóp sem hefði það að markmiði að efla verslunar- og veitingarekstur í gamla bænum. Annað gætí verið að óska eftir þátttöku forystumanna í nýstofnuðu smábátafélagi Drangey í að móta tillögur um hvernig efla má útgerð og tengdan rekstur á Sauðárkróki og Hofsósi.

Fundi slitið - kl. 10:35.