Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
Málsnúmer 1603183
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 31. fundur - 22.03.2016
Rætt um vinnu við gerð stefnumótunar fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði. Móttekin hafa verið tilboð frá tveimur aðilum í gerð slíkrar stefnumótunar. Starfsmönnum falið að fara yfir tilboðin í samráði við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016
Afgreiðsla 31. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. apríl 2016 með níu atkvæðum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 32. fundur - 22.04.2016
Margeir Friðriksson kom á fund nefndarinnar kl. 08:40.
Fjallað um tilboð í uppfærslu á stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að ganga til samninga við Thorp ehf. um vinnuna, í samstarfi við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði sem mun leggja framlag til verksins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016
Afgreiðsla 32.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 42. fundur - 05.04.2017
Lögð fram til kynningar drög að stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 43. fundur - 10.04.2017
Kynnt drög að stefnumótun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 44. fundur - 27.04.2017
Lögð fyrir drög að stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði fyrir árin 2016-2020.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 45. fundur - 04.05.2017
Tekin fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði 2016-2020 sem Þorgeir Pálsson hjá Thorp ehf. vann fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð í samvinnu við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði.
Undir þessum lið komu þau Þórhildur Jónsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði, Davíð Jóhannsson frá SSNV og Þorgeir Pálsson frá Thorp ehf. sem tók þátt í fundinum símleiðis.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir þessa stefnumótun fyrir sitt leyti. Stefnumótunin verður formlega kynnt á opnum fundi á Hólum í Hjaltadal, þriðjudaginn 9. maí nk. kl. 13.
Undir þessum lið komu þau Þórhildur Jónsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði, Davíð Jóhannsson frá SSNV og Þorgeir Pálsson frá Thorp ehf. sem tók þátt í fundinum símleiðis.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir þessa stefnumótun fyrir sitt leyti. Stefnumótunin verður formlega kynnt á opnum fundi á Hólum í Hjaltadal, þriðjudaginn 9. maí nk. kl. 13.