Atvinnu- og ferðamálanefnd
Dagskrá
1.Rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð 2011
Málsnúmer 1102078Vakta málsnúmer
2.Rekstur tjaldstæða 2011
Málsnúmer 1101201Vakta málsnúmer
Lagðar fram umsóknir sem bárust eftir að auglýst var eftir rekstraraðilum fyrir tjaldstæðin í Varmahlíð, Hofsósi og á Sauðárkróki.
Sviðsstjóra og verkefnastjóra falið að ræða nánar við umsækjendur og leggja drög að samningum fyrir næsta fund.
3.Landsmót hestamanna á Vindheimamelum 2011
Málsnúmer 1101144Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri kynnti stöðu mála varðandi undirbúning Landsmóts hestamanna sem fram fer á Vindheimamelum í sumar. Undirbúningur mótsins er í fullum gangi og miðasala hefst síðar í mánuðinum. Farið verður í auglýsingaátak á næstu vikum og leitað eftir samstarfi við þjónustuaðila og hrossaræktendur um þátttöku í því.
Fundi slitið - kl. 10:10.
Rætt um mögulegar breytingar í rekstri Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð, í framhaldi af umræðum sem áður hafa farið fram í nefndinni. Nefndin samþykkir að gengið verði til samninga við Kaupfélag Skagfirðinga um að landshlutaupplýsingamiðstöð fyrir Norðurland vestra verði staðsett í verslun félagsins í Varmahlíð og að KS annist rekstur hennar. Jafnframt verði leitað eftir endurnýjum samnings við Ferðamálastofu um fjármögnun á rekstri miðstöðvarinnar. Samningar þessa efnis skulu liggja fyrir í þessum mánuði.
Ennfremur verði teknar upp viðræður við Alþýðulist um það með hvaða hætti viðskilnaður í núverandi húsnæði mun fara fram, en það hús er í eigu einkahlutafélagsins Ferðasmiðjunnar sem er m.a. í eigu sveitarfélagsins og Alþýðulistar.