Fara í efni

Rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð 2011

Málsnúmer 1102078

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 70. fundur - 16.02.2011

Sviðsstjóra falið að halda áfram hugmyndavinnu varðandi skipulag rekstrar upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð á komandi sumri. Niðurstöður skulu liggja fyrir á næsta fundi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 275. fundur - 22.02.2011

Afgreiðsla 70. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 275. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 71. fundur - 08.03.2011

Rætt um mögulegar breytingar í rekstri Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð, í framhaldi af umræðum sem áður hafa farið fram í nefndinni. Nefndin samþykkir að gengið verði til samninga við Kaupfélag Skagfirðinga um að landshlutaupplýsingamiðstöð fyrir Norðurland vestra verði staðsett í verslun félagsins í Varmahlíð og að KS annist rekstur hennar. Jafnframt verði leitað eftir endurnýjum samnings við Ferðamálastofu um fjármögnun á rekstri miðstöðvarinnar. Samningar þessa efnis skulu liggja fyrir í þessum mánuði.

Ennfremur verði teknar upp viðræður við Alþýðulist um það með hvaða hætti viðskilnaður í núverandi húsnæði mun fara fram, en það hús er í eigu einkahlutafélagsins Ferðasmiðjunnar sem er m.a. í eigu sveitarfélagsins og Alþýðulistar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011

Sigurjón Þórðarson bókar "Að áfram verði tryggð starfsemi í húsnæði upplýsingamiðstöðvarinnnar og þar verði á boðstólum m.a.handverk úr Skagafirði. Búast má við í sumar miklu fjölmenni í Varmahlíð í tengslum vð Landsmót hestamanna og ætla má að gestir nýti sér í auknum mæli, verslun og þjónustu á svæðinu."

Afgreiðsla 71. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 276. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 72. fundur - 23.03.2011

Sviðsstjóri lagði fram drög að samningi við Kaupfélag Skagfirðinga um rekstur á upplýsingamiðstöð í húsnæði KS. Ólafur Sigmarsson frá KS kom til fundarins og ræddi mögulegar útfærslur á upplýsingamiðstöð í KS Varmahlíð.

Sviðsstjóra falið að leggja drög að samningi fyrir næsta fund nefndarinnar til staðfestingar.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 73. fundur - 26.04.2011

Sigfús Ingi kynnti rekstrarsamning vegna Uppýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð, á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Kaupfélags Skagfirðinga. Viggó Jónsson vék af fundi undir þessum lið. Nefndin samþykkir samninginn og felur Sigfúsi að ganga frá samningnum með áorðnum breytingum á þriðja, fjórða og fimmta lið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 72. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 73. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 76. fundur - 12.10.2011

Ólafur Sigmarsson frá KS kom til fundarins og ræddi um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð í sumar, en gerður var samningur milli KS og sveitarfélagsins um rekstur hennar í byrjun sumars. Rekstur miðstöðvarinnar hefur gengið vel í sumar og mikill fjöldi gesta hefur sótt hana heim. Rætt um leiðir til að auka sýnileika miðstöðvarinnar og auka fjölbreytileika kynningarefnis sem þar er í boði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.