Fara í efni

Rekstur tjaldstæða 2011

Málsnúmer 1101201

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 71. fundur - 08.03.2011

Lagðar fram umsóknir sem bárust eftir að auglýst var eftir rekstraraðilum fyrir tjaldstæðin í Varmahlíð, Hofsósi og á Sauðárkróki.

Sviðsstjóra og verkefnastjóra falið að ræða nánar við umsækjendur og leggja drög að samningum fyrir næsta fund.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011

Afgreiðsla 71. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 276. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 72. fundur - 23.03.2011

Farið yfir tilboð sem borist hafa í rekstur tjaldstæða í Skagafirði.

Nefndin felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Hildi Þóru Magnúsdóttur og Halldór Brynjar Gunnlaugsson um rekstur tjaldstæðanna í Varmahlíð, á Sauðárkróki og á Hofsósi til fimm ára.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 73. fundur - 26.04.2011

Guðrún Brynleifsdóttir kynnti samning við verðandi rekstraraðila að tjaldsvæðunum í Vamhlíð, Hofsósi og Sauðárkróki. Nefndin samþykkir samninginn og felur Guðrúnu að ganga frá samningnum með áorðnum breytingum á fimmta og níunda lið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 72. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 73. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 76. fundur - 12.10.2011

Halldór Gunnlaugsson og Hildur Þóra Magnúsdóttir, sem tóku að sér rekstur tjaldstæða sveitarfélagsins með samningi sl. vor til næstu fimm ára. Rekstur svæðanna gekk í heildina vel, aukning var í gestafjölda þrátt fyrir að sumarið hafi ekki verið hagstætt veðurfarslega.

Rætt um aðstöðu sem í boði er á tjaldstæðunum á Hofsósi, í Varmahlíð og á Sauðárkróki og framtíðarskipulag þeirra.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.