Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

88. fundur 06. febrúar 2013 kl. 09:00 - 10:05 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Sigfús Ingi Sigfússon starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Skagfirska kvikmyndaakademían

Málsnúmer 1302034Vakta málsnúmer

Ingileif Oddsdóttir skólameistari FNV og Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Skottu kvikmyndafjelags kynntu hugmynd um stofnun Skagfirsku kvikmyndaakademíunnar og kvikmyndanámskeið í samstarfi við RIFF (Reykjavik International Film Festival) í Skagafirði í maí nk.

2.Upplýsinga-, menningar- og fræðslumiðstöð

Málsnúmer 1302032Vakta málsnúmer

Benedikt S. Lafleur kom til fundar við nefndina og kynnti hugmynd sína um rekstur upplýsinga-, menningar- og fræðslumiðstöðvar í Aðalgötu 20 á Sauðárkróki.

3.Úthlutun byggðakvóta í Skagafirði

Málsnúmer 1302033Vakta málsnúmer

Til kynningar voru gögn frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um útreikning á byggðakvóta til Hofsóss og Sauðárkróks.

4.Fundargerð stjórnar 19. des 2012

Málsnúmer 1301092Vakta málsnúmer

Til kynningar var fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 19. desember 2012.

Fundi slitið - kl. 10:05.