Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

66. fundur 17. september 2010 kl. 10:00 - 11:45 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Gestastofa sútarans

Málsnúmer 1009123Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gestastofu Sútarans þar sem starfsemi hennar er kynnt, sem og möguleg þátttaka stofunnar í Evrópuverkefninu Economuseum.

Nefndin samþykkir að óska eftir fundi með rekstaraðilum Gestastofunnar sem fyrst til að kynna sér málið betur.

2.Vest-Norden ferðakaupstefna á Akureyri í september

Málsnúmer 1008175Vakta málsnúmer

Áskell Heiðar greindi frá þátttöku sveitarfélagsins og félags ferðaþjónustunnar í Vest Norden á Akureyri. Einnig var rætt um nýja enska útgáfu af ferðavefnum www.visitskagafjordur.is og annað sem viðkemur ferðaþjónustu s.s. undirbúningi undir komandi Laufskálaréttarhelgi.

3.Beiðni um styrk vegna undirbúnings málþings

Málsnúmer 1009078Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Trausta Sveinssyni um fjárveitingu til undirbúnings málþings sem haldið yrði í tengslum við aðalfund samtakanna "Landsbyggðin lifi" sem stefnt að því að fram fari að Ketilási í haust. Umfjöllunarefni málþingsins verður framtíð sveitanna og verkefnið "Sjálfbært Samfélag í Fljótum". Einnig er þess farið á leit við sveitarfélagið að það leggi fram krafta síns fagfólks að undirbúningi þingsins.

Nefndin tekur jákvætt í þann hluta erindisins að Sveitarfélagið Skagafjörður haldi málþing um stöðu smærri samfélaga í samvinnu við samtökin "Landsbyggðin lifir" og fleiri aðila sem láta sig málefnið varða. Sviðsstjóra falið að leita til hlutaðeigandi varðandi undirbúning mögulegs málþings, leggja fram kostnaðaráætlun og nánari hugmyndir fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 11:45.