Gestastofa sútarans
Málsnúmer 1009123
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010
Afgreiðsla 66. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 67. fundur - 22.09.2010
Nefndin heimsótti Gestastofu sútarans á Sauðárkróki og kynnti sér aðstöðu hennar og fyrirliggjandi hugmyndir að breytingum og frekari uppbyggingu. Farið var yfir hugmyndir um mögulega fjármögnun á þátttöku stofunnar í Evrópuverkefninu Economuseum.
Nefndin lýsir ánægju sinni með það frumkvæði sem stjórnendur Gestastofunnar hafa sýnt og hvetur þau til að halda áfram með verkefnið og felur sviðsstjóra að vinna með þeim að því.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010
Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 70. fundur - 16.02.2011
Svanhildur Guðmundsdóttir þurfti að víkja af fundi og tók því ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðs.
Gunnsteinn Björnsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.Tekið fyrir erindi frá Gestastofu sútarans þar sem óskað er eftir stuðningi frá sveitarfélaginu varðandi frekari uppbyggingu stofunnar. Sveitarfélagið hyggst leggja fjármagn í að bæta umhverfi við og aðgengi að Gestastofunni á árinu. Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 300.000 og bíður þar að auki fram aðstoð starfsfólks á Markaðs- og þróunarsviði við kynningarmál og annað.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 275. fundur - 22.02.2011
Afgreiðsla 70. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 275. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Tekið fyrir erindi frá Gestastofu Sútarans þar sem starfsemi hennar er kynnt, sem og möguleg þátttaka stofunnar í Evrópuverkefninu Economuseum.
Nefndin samþykkir að óska eftir fundi með rekstaraðilum Gestastofunnar sem fyrst til að kynna sér málið betur.