Fara í efni

Beiðni um styrk vegna undirbúnings málþings

Málsnúmer 1009078

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 66. fundur - 17.09.2010

Lögð fram beiðni frá Trausta Sveinssyni um fjárveitingu til undirbúnings málþings sem haldið yrði í tengslum við aðalfund samtakanna "Landsbyggðin lifi" sem stefnt að því að fram fari að Ketilási í haust. Umfjöllunarefni málþingsins verður framtíð sveitanna og verkefnið "Sjálfbært Samfélag í Fljótum". Einnig er þess farið á leit við sveitarfélagið að það leggi fram krafta síns fagfólks að undirbúningi þingsins.

Nefndin tekur jákvætt í þann hluta erindisins að Sveitarfélagið Skagafjörður haldi málþing um stöðu smærri samfélaga í samvinnu við samtökin "Landsbyggðin lifir" og fleiri aðila sem láta sig málefnið varða. Sviðsstjóra falið að leita til hlutaðeigandi varðandi undirbúning mögulegs málþings, leggja fram kostnaðaráætlun og nánari hugmyndir fyrir næsta fund nefndarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010

Afgreiðsla 66. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 67. fundur - 22.09.2010

Sviðsstjóri kynnti tillögu varðandi mögulegt málþing um stöðu fámennra byggða, áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Nefndin stefnir að því að halda áðurnefnt málþing um mánaðarmótin október-nóvember í Ketilási í Fljótum í samvinnu við samtökin Landsbyggðin lifi og heimamenn í Fljótum.

Nefndin felur sviðsstjóra jafnframt að vinna áfram að málinu á grunni þeirra hugmynda sem kynntar voru á fundinum.

Nefndin óskar jafnframt eftir fjárheimild frá Byggðarráði upp á kr. 300.000 til að standa straum af kostnaði við málþingið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 530. fundur - 07.10.2010

Lögð fram bókun 67. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar, þar sem óskað er eftir 300 þús.kr. styrk til að standa straum af kostnaði við málþingið.

Byggðarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins allt að upphæð 300.000 kr. af fjárhagslið 21890.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Afgreiðsla 530. fundar byggðaráðs staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Afgreiðsla 67. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.