Atvinnu- og ferðamálanefnd
Dagskrá
1.Framtíðarstarfsemi HTÍ
Málsnúmer 0906019Vakta málsnúmer
Minnisblað um framtíð Hátækniseturs Íslands SES frá Snorra lagt fram og rætt. Nefndin mælti með því að stjórn HTÍ kæmist að niðurstöðu um framtíð HTÍ og legði fyrir nefndina.
2.Atvinnumál í Skagafirði sumarið 2009
Málsnúmer 0904065Vakta málsnúmer
Þorsteinn kynnti yfirlit um fjölda atvinnulausra í Skagafirði. Nefndin telur ástæðu til að fylgjast áfram vel með þróun mála.
3.Koltrefjaverksmiðja í Skagafirði
Málsnúmer 0906031Vakta málsnúmer
Snorri kynnti stöðu mála hjá UB Koltrefjum ehf.
4.Fjárhagsáætlun 2009
Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer
Nefndin ræddi um bókun Byggðaráðs. Engin hagræðingarkrafa er á Atvinnu og ferðamálanefnd.
Fundi slitið - kl. 14:10.