Atvinnumál í Skagafirði sumarið 2009
Málsnúmer 0904065
Vakta málsnúmerAtvinnu- og ferðamálanefnd - 47. fundur - 30.04.2009
Um 80 manns eru á atvinnuleysisskrá í Skagafirði. Nefndin óskar eftir að fá yfirlit yfir aðgerðir sveitarfélagsins vegna sumarstarfa á sumrinu 2009 á næsta fund.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 246. fundur - 05.05.2009
Afgreiðsla 47. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 246. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 142. fundur - 12.05.2009
Byggðarráð hefur samþykkt að fela félags- og tómstundanefnd yfirumsjón með átaksverkefni vegna vaxandi atvinnuþarfa 16 ára -18 ára á komandi sumri. Nefndin telur mikilvægt að þau verkefni, sem hafa setið á hakanum og unglingar og ungmenni geta auðveldlega sinnt, verði sett í forgrunn í sumar, sérstaklega þau er lúta að fegrun í byggðakjörnum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 247. fundur - 19.05.2009
Afgreiðsla 142. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 247. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 49. fundur - 09.06.2009
Þorsteinn kynnti yfirlit um fjölda atvinnulausra í Skagafirði. Nefndin telur ástæðu til að fylgjast áfram vel með þróun mála.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Afgreiðsla 49. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.