Atvinnu- og ferðamálanefnd
Dagskrá
1.Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð
Málsnúmer 0902060Vakta málsnúmer
Staðgengill sviðsstjóra kynnti málefni Upplýsingamiðstöðvar sumarið 2009. Óskað var eftir að Guðrún Brynleifsdóttir komi á næsta fund nefndarinnar og skýri nánar út starfsemi í sumar.
2.Styrkumsókn - Trausti Sveinsson
Málsnúmer 0903110Vakta málsnúmer
Erindi Trausta Sveinssonar fyrir hönd Klaufbrekknadals ehf er hafnað eins og það er lagt fyrir. Staðgengli sviðsstjóra er falið að hafa samband við sveitarfélögin sem gætu átt hagsmuni af verkefni sem þessu og ræða við þau um mögulegt framhald verkefnisins.
3.Nýsköpunarsjóður námsmanna - styrkumsókn
Málsnúmer 0901081Vakta málsnúmer
Nýsköpunarsjóður hefur úthlutað nú þegar þannig að ekki kemur til aðildar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í ár.
4.Tjaldsvæði í Varmahlíð og Sauðárkróki rekstur 2009
Málsnúmer 0904064Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að samningi við Sigurð Skagfjörð um rekstur tjaldsvæðisins í Varmahlíð. Samþykkt að ganga til samninga við Sigurð á þeim forsendum sem fram koma í samningnum.
5.UB-Koltrefjar - staða verkefnis
Málsnúmer 0808045Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð aðalfundar UB Koltrefja ehf. Hluthafasamkomulagið um UB koltrefja er nú útrunnið en nefndin lýsir áhuga sínum á að framlengja samkomulagið.
6.Atvinnumál í Skagafirði sumarið 2009
Málsnúmer 0904065Vakta málsnúmer
Um 80 manns eru á atvinnuleysisskrá í Skagafirði. Nefndin óskar eftir að fá yfirlit yfir aðgerðir sveitarfélagsins vegna sumarstarfa á sumrinu 2009 á næsta fund.
7.Velferðarvaktin - vinnumarkaðsaðgerðir
Málsnúmer 0904021Vakta málsnúmer
Verkefnið var lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:00.