Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

67. fundur 22. september 2010 kl. 13:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Beiðni um styrk vegna undirbúnings málþings

Málsnúmer 1009078Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti tillögu varðandi mögulegt málþing um stöðu fámennra byggða, áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Nefndin stefnir að því að halda áðurnefnt málþing um mánaðarmótin október-nóvember í Ketilási í Fljótum í samvinnu við samtökin Landsbyggðin lifi og heimamenn í Fljótum.

Nefndin felur sviðsstjóra jafnframt að vinna áfram að málinu á grunni þeirra hugmynda sem kynntar voru á fundinum.

Nefndin óskar jafnframt eftir fjárheimild frá Byggðarráði upp á kr. 300.000 til að standa straum af kostnaði við málþingið.

2.Gestastofa sútarans

Málsnúmer 1009123Vakta málsnúmer

Nefndin heimsótti Gestastofu sútarans á Sauðárkróki og kynnti sér aðstöðu hennar og fyrirliggjandi hugmyndir að breytingum og frekari uppbyggingu. Farið var yfir hugmyndir um mögulega fjármögnun á þátttöku stofunnar í Evrópuverkefninu Economuseum.

Nefndin lýsir ánægju sinni með það frumkvæði sem stjórnendur Gestastofunnar hafa sýnt og hvetur þau til að halda áfram með verkefnið og felur sviðsstjóra að vinna með þeim að því.

Fundi slitið - kl. 15:00.