Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

39. fundur 26. maí 2008 kl. 12:00 - 13:30 í Ólafshúsi, Sauðárkróki
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson Sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Samstarf sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar

Málsnúmer 0805093Vakta málsnúmer

Á fundinn komu fulltrúar úr stjórn Skagafjarðarhraðlestarinnar og stýrihóp um atvinnumál. Rætt um samstarf sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar og farið yfir stöðu þeirra verkefna sem unnið hefur verið að.
Ákveðið að halda opinn fund um atvinnumál í fyrri hluta júní og kynna þar stöðu einstakra verkefna og leita hugmynda að nýjum verkefnum.

2.Bygging aðstöðuhúss fyrir tjaldstæði á Sauðárkróki

Málsnúmer 0805092Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli sveitarfélagsins og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um byggingu aðstöðuhúss fyrir tjaldstæði á Sauðárkróki.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðsstjóra að ganga frá viljayfirlýsingunni.

Fundi slitið - kl. 13:30.