Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Samstarf sveitarfélagsins og Háskólans á Hólum
Málsnúmer 2206286Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið komu fulltrúar frá Háskólanum á Hólum, Edda Matthíasdóttir og Stefán Óli Steingrímsson, til viðræðu um málefni skólans og eflingu hans.
2.Samningur við Björgunarsveitina Skagfirðingasveit
Málsnúmer 2206288Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið komu fulltrúar frá Skagfirðingasveit, björgunarsveit, Björn Jónsson, Ásta Birna Jónsdóttir og Edda Matthíasdóttir, til viðræðu um starfsemi og framtíðarsýn sveitarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að taka saman gögn til frekari upplýsinga.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að taka saman gögn til frekari upplýsinga.
3.Endurráðning sveitarstjóra
Málsnúmer 2206256Vakta málsnúmer
Endurráðning Sigfúsar Inga Sigfússonar í starf sveitarstjóra sveitarfélagsins. Lagður fram ráðningarsamningur við Sigfús Inga Sigfússon með gildistíma frá 27. júní 2022 til og með 14. júní 2026.
Byggðarráð samþykkir framlagðan ráðningarsamning.
Byggðarráð samþykkir framlagðan ráðningarsamning.
4.Mönnunarvandi í leikskólum
Málsnúmer 2206289Vakta málsnúmer
Umræða um þann alvarlega mönnunarvanda sem nú er uppi í leikskólum og mögulegar tillögur til úrbóta. Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð lýsir áhyggjum sínum yfir stöðunni og felur fræðslunefnd að vinna áfram með þær hugmyndir sem ræddar voru. Fræðslunefnd fundar næst fimmtudaginn 30. júní 2022. Byggðarráð er reiðubúið til að auka fjármagn til fræðslumála vegna aðgerðanna með gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
Byggðarráð lýsir áhyggjum sínum yfir stöðunni og felur fræðslunefnd að vinna áfram með þær hugmyndir sem ræddar voru. Fræðslunefnd fundar næst fimmtudaginn 30. júní 2022. Byggðarráð er reiðubúið til að auka fjármagn til fræðslumála vegna aðgerðanna með gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
5.Erindi frá Íbúasamtökum Varmahlíðar
Málsnúmer 2206287Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 24. júní 2022 frá nýstofnuðum íbúasamtökum fyrir þéttbýlið í Varmahlíð, varðandi framkvæmdir við Norðurbrún og Laugaveg í Varmahlíð. Stjórn íbúasamtakanna óskar eftir íbúafundi með sveitarstjórnarfólki hið fyrsta, þar sem veittar verði upplýsingar m.a. um stöðu ofangreindra framkvæmda, ástand jarðvegs, vatns og vatnslagna.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna tíma fyrir íbúafund í samráði við íbúasamtökin.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna tíma fyrir íbúafund í samráði við íbúasamtökin.
6.Áskorun frá skólaráði GaV
Málsnúmer 2206248Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. júní 2022, frá skólaráði Grunnskólans austan Vatna. Á fundi skólaráðs Grunnskólans austan Vatna 19. maí 2022 var samþykkt að senda eftirfarandi áskorun um að gera betur í að bregðast við brýnni þörf vegna þeirra aðstæðna sem komu upp í elstu álmu Grunnskólans á Hofsósi í vetur þegar þar greindist mygla. Skorað er á ráðamenn sveitarfélagsins að fylgja því fast eftir að lokið verði við þær framkvæmdir sem ráðast þarf í vegna þessa máls strax í sumar og komi húsnæðinu í ásættanlegt horf fyrir 15. ágúst, þegar næsta skólaár hefst.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bregðast við óskum um úrbætur á hljóðvist eins fljótt og auðið er. Öðrum viðhaldsaðgerðum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bregðast við óskum um úrbætur á hljóðvist eins fljótt og auðið er. Öðrum viðhaldsaðgerðum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.
7.Bréf vegna ársreiknings 2021 frá EFS
Málsnúmer 2206259Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 22. júní 2022 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning 2021. Fram kemur að Sveitarfélagið Skagafjörður (5200) uppfylli ekki lámarksviðmið eftirlitsnefndar að öllu leiti. Þrátt fyrir bráðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórnum er heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framangreind skilyrði.
8.Beiðni um upplýsingar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum
Málsnúmer 2206233Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. júní 2022 frá innviðaráðuneytinu. Óskar ráðuneytið eftir innleggi frá sveitarstjórnum inn í stefnumótandi áætlanir ríkisins á sviði sveitarfélaga, skipulags- og húsnæðismála með tölvupósti þann 20. júní síðastliðinn, sbr. tölvupóst að neðan. Ítrekað er að umfjöllunin byggi á tiltækum upplýsingum. Þess er farið á leit að innleggið verði fært inn í þar til gert rafrænt eyðublað og sent ráðuneytinu eigi síðar en 31. júlí 2022.
9.Byggðasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2023
Málsnúmer 2205122Vakta málsnúmer
Erindinu vísað frá 1. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þann 20. júní 2022.
"Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 11.05.2022 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2023.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2023. Erindinu vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 11.05.2022 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2023.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2023. Erindinu vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
10.Lambanes-Reykir (224486)-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 2206240Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. júní 2022, úr máli 2022022175, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Brúnastöðum, 570 Fljót f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum kt. 680911-0530, sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II minna gistiheimili að Lambanes-Reykjum, 570 Fljót. Fastanúmer 2144120.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
11.Fundur Rarik með sveitarstjórnarmönnum á Nl.
Málsnúmer 2206279Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. júní 2022 frá RARIK. Stjórn RARIK óskar eftir því að fá að hitta fulltrúa sveitarfélagsins á hádegisfundi föstudaginn 26. ágúst n.k. á Sauðárkróki.
12.Ársskýrsla Persónuverndar 2021
Málsnúmer 2206261Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar fyrir 2021.
13.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga
Málsnúmer 2206238Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar fundarboð Jafnréttisstofu um landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga þann 15. september 2022 á Akureyri.
Fundi slitið - kl. 17:21.