Fara í efni

Samningur við Björgunarsveitina Skagfirðingasveit

Málsnúmer 2206288

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 3. fundur - 29.06.2022

Undir þessum dagskrárlið komu fulltrúar frá Skagfirðingasveit, björgunarsveit, Björn Jónsson, Ásta Birna Jónsdóttir og Edda Matthíasdóttir, til viðræðu um starfsemi og framtíðarsýn sveitarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að taka saman gögn til frekari upplýsinga.

Byggðarráð Skagafjarðar - 19. fundur - 26.10.2022

Umræður fóru fram um endurnýjun á samningi við Skagfirðingasveit, björgunarsveit.

Byggðarráð Skagafjarðar - 21. fundur - 09.11.2022

Endurnýjun á samningi milli sveitarfélagsins og Skafirðingasveitar rædd.
Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða forsvarsmenn björgunarsveitarinnar til viðræðu um endurnýjun samnings.

Byggðarráð Skagafjarðar - 22. fundur - 16.11.2022

Fulltrúar Skagfirðingasveitar, björgunarsveitar komu á fund byggðarráðs til viðræðu um endurnýjun samnings við sveitina. Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 32. fundur - 25.01.2023

Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Skagfirðingasveitar, björgunarsveitar og Skagafjarðar fyrir árin 2023 og 2024.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Skagfirðingasveitar um breytingar á samningsdrögunum í samræmi við umræður á fundinum.
Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.