Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Áform um sölu félagsheimila í Skagafirði
Málsnúmer 2305106Vakta málsnúmer
2.Ósk um fund
Málsnúmer 2311258Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið mættu sviðsstjóri fjölskyldusviðs og frístundastjóri til fundarins. Fjallað var um mögulegar úrlausnir á málefnum sem fulltrúar knattspyrnudeildar Tindastóls hafa vakið athygli á gagnvart byggðarráði og snerta umgjörð og aðstöðu iðkenda á gervigrasvelli og í íþróttahúsi. Frístundastjóri hefur þegar farið yfir úrlausnir með formanni knattspyrnudeildar og öðrum sem málið varðar.
3.Lagfæring á hljóðkerfi í Menningarhúsinu Miðgarði
Málsnúmer 2401294Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni frá umsjónarmanni fasteigna um fjárveitingu fyrir nýjum stýripanel (mixer), ásamt fylgihlutum og tveimur nýjum hátölurum á suðurvegg, yfir senu, í Menningarhúsinu Miðgarði, auk tveggja þráðlausra hljóðnema. Eldri stýripanell er farinn að bila. Leitað hefur verið tilboða í nýjan búnað og vinnu og hljóðar lægsta tilboð upp á kr. 1.228.535.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárveitingu til kaupanna og skal hún tekin af 20 milljón króna fjárveitingu til ýmislegs ófyrirséðs í meiriháttar viðhaldi, af málaflokki 31090.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárveitingu til kaupanna og skal hún tekin af 20 milljón króna fjárveitingu til ýmislegs ófyrirséðs í meiriháttar viðhaldi, af málaflokki 31090.
4.Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki
Málsnúmer 2401295Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um stofnun byggingarnefndar um menningarhús á Sauðárkróki:
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að setja á fót sérstaka byggingarnefnd fyrir menningarhús á Sauðárkróki. Nefndin skal hafa yfirumsjón með fyrirhuguðum framkvæmdum við menningarhús á Sauðárkróki, endurbótum eldra húsnæðis og nýbyggingu, ásamt hönnun. Byggingarnefndin skal skipuð oddvitum allra flokka sem sæti eiga í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Formaður eignasjóðs er jafnframt formaður bygginganefndarinnar og hefur hann tvöfalt atkvæðavægi.
Með nefndinni skulu eftir atvikum vinna sveitarstjóri, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, safnstjórar Byggðasafns Skagfirðinga, Héraðsbókasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, auk eftir atvikum annarra starfsmanna og hagsmunaaðila.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu:
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að fresta stofnun byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki þar til framkvæmdir á leikskóla í Varmahlíð og íþróttahúsi á Hofsósi hafa verið boðnar út og einnig að tryggt sé að ríkissjóður muni taka þátt í því að greiða sinn hlut til móts við sveitarfélagið af þeim umframkostnaði sem hljótast muni af framkvæmdinni vegna hækkunar byggingarvísitölu framkvæmda frá því að kostnaðarmat var gert.
Greinargerð.
Samkomulag um byggingu menningarhúss í Skagafirði var undirritað í maí síðastliðinn, í samkomulaginu er kveðið á um framkvæmd á 1.252 fermetra nýbyggingu og endurbótum á núverandi húsi. Þar kemur fram að ríkissjóður greiði 60% eða sem nemur 910 m.kr. og Skagafjörður 40% og allan þann umframkostnað sem fellur til við framkvæmdina. Heildarkostnaður við framkvæmdina er talin nema 1.517 m.kr. og er þar stuðst við kostnaðaráætlun frá því í nóvember 2021. Samkvæmt Hagstofu Íslands þá hefur byggingarvísitala hækkað um 17,5% frá nóvember 2021 þar til í janúar 2024. Því teljum við mikilvægt að áður lengra er haldið sé það tryggt að ríkissjóður muni taka þátt í umframkostnaði sem hljótast muni af framkvæmdinni.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 og í framkvæmdaáætlun kemur það skýrt fram að mikil þörf er á uppbyggingu og endurbótum við leik- og grunnskóla í Skagafirði. Við teljum þær framkvæmdir eiga að hljóta forgang en ekki þurfa að seinka eða víkja vegna umframkostnaðar sem að öllum líkindum muni hljótast vegna framkvæmda við menningarhús á Sauðárkróki.
Tillaga fulltrúa Byggðalistans felld með 2 atkvæðum meirihluta gegn 1 atkvæði fulltrúa Vinstri grænna og óháðra.
Fulltrúar meirihluta óska bókað:
Fulltrúar meirihluta vilja árétta að framkvæmdir við byggingu menningarhúss á Sauðárkróki eiga sér langa sögu sem margoft er búið að ræða og bóka um í byggðarráði og sveitarstjórn. Með undirritun samnings, sem áður var samþykktur af sveitarstjórn, við menntamálaráðherra 20. maí 2023, var málið sett í ákveðinn farveg og ákveðið að framkvæmdum skyldi lokið árið 2027. Jafnframt að framkvæmdin skyldi byggð á fyrirliggjandi þarfagreiningu. Einnig var samþykkt í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2024 að verja 20 m.kr í hönnun og undirbúning framkvæmda árið 2024. Það að hefja þetta ferli núna er því eðlilegt skref í ljósi þess sem ákveðið hefur verið áður og hefur ekki áhrif á aðrar framkvæmdir sem sveitarfélagið er að vinna að eða komnar eru í gang.
Tillaga um stofnun byggingarnefndar um menningarhús á Sauðárkróki samþykkt með 2 atkvæðum meirihluta byggðarráðs. Fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að setja á fót sérstaka byggingarnefnd fyrir menningarhús á Sauðárkróki. Nefndin skal hafa yfirumsjón með fyrirhuguðum framkvæmdum við menningarhús á Sauðárkróki, endurbótum eldra húsnæðis og nýbyggingu, ásamt hönnun. Byggingarnefndin skal skipuð oddvitum allra flokka sem sæti eiga í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Formaður eignasjóðs er jafnframt formaður bygginganefndarinnar og hefur hann tvöfalt atkvæðavægi.
Með nefndinni skulu eftir atvikum vinna sveitarstjóri, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, safnstjórar Byggðasafns Skagfirðinga, Héraðsbókasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga, auk eftir atvikum annarra starfsmanna og hagsmunaaðila.
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu:
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að fresta stofnun byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki þar til framkvæmdir á leikskóla í Varmahlíð og íþróttahúsi á Hofsósi hafa verið boðnar út og einnig að tryggt sé að ríkissjóður muni taka þátt í því að greiða sinn hlut til móts við sveitarfélagið af þeim umframkostnaði sem hljótast muni af framkvæmdinni vegna hækkunar byggingarvísitölu framkvæmda frá því að kostnaðarmat var gert.
Greinargerð.
Samkomulag um byggingu menningarhúss í Skagafirði var undirritað í maí síðastliðinn, í samkomulaginu er kveðið á um framkvæmd á 1.252 fermetra nýbyggingu og endurbótum á núverandi húsi. Þar kemur fram að ríkissjóður greiði 60% eða sem nemur 910 m.kr. og Skagafjörður 40% og allan þann umframkostnað sem fellur til við framkvæmdina. Heildarkostnaður við framkvæmdina er talin nema 1.517 m.kr. og er þar stuðst við kostnaðaráætlun frá því í nóvember 2021. Samkvæmt Hagstofu Íslands þá hefur byggingarvísitala hækkað um 17,5% frá nóvember 2021 þar til í janúar 2024. Því teljum við mikilvægt að áður lengra er haldið sé það tryggt að ríkissjóður muni taka þátt í umframkostnaði sem hljótast muni af framkvæmdinni.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 og í framkvæmdaáætlun kemur það skýrt fram að mikil þörf er á uppbyggingu og endurbótum við leik- og grunnskóla í Skagafirði. Við teljum þær framkvæmdir eiga að hljóta forgang en ekki þurfa að seinka eða víkja vegna umframkostnaðar sem að öllum líkindum muni hljótast vegna framkvæmda við menningarhús á Sauðárkróki.
Tillaga fulltrúa Byggðalistans felld með 2 atkvæðum meirihluta gegn 1 atkvæði fulltrúa Vinstri grænna og óháðra.
Fulltrúar meirihluta óska bókað:
Fulltrúar meirihluta vilja árétta að framkvæmdir við byggingu menningarhúss á Sauðárkróki eiga sér langa sögu sem margoft er búið að ræða og bóka um í byggðarráði og sveitarstjórn. Með undirritun samnings, sem áður var samþykktur af sveitarstjórn, við menntamálaráðherra 20. maí 2023, var málið sett í ákveðinn farveg og ákveðið að framkvæmdum skyldi lokið árið 2027. Jafnframt að framkvæmdin skyldi byggð á fyrirliggjandi þarfagreiningu. Einnig var samþykkt í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2024 að verja 20 m.kr í hönnun og undirbúning framkvæmda árið 2024. Það að hefja þetta ferli núna er því eðlilegt skref í ljósi þess sem ákveðið hefur verið áður og hefur ekki áhrif á aðrar framkvæmdir sem sveitarfélagið er að vinna að eða komnar eru í gang.
Tillaga um stofnun byggingarnefndar um menningarhús á Sauðárkróki samþykkt með 2 atkvæðum meirihluta byggðarráðs. Fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins.
5.Niðurfelling gatnagerðargjalda
Málsnúmer 2401303Vakta málsnúmer
Vinna hefur verið í gangi við endurgerð og uppfærslu á gildandi deiliskipulagi sunnan Kirkjugötu á Hofsósi og við göturnar Lækjarbakka og Lækjarbrekku á Steinstöðum. Deiliskipulagsferlinu er lokið á Hofsósi en verið er að leggja loka hönd á frágang skipulagsvinnunnar á Steinstöðum. Í báðum þessum deiliskipulagstillögunum er bæði verið að auka framboð nýrra byggingarlóða og/eða endurbæta gildandi deiliskipulag með t.d. svæðum fyrir bílskúra og fleira. Byggðarráð Skagafjarðar vill benda áhugasömum húsbyggendum á allar þessar áhugaverðu lóðir og þá kosti sem þeim fylgja, og um leið leggja sitt af mörkum til að þær byggist sem hraðast upp.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að samþykkja að um lóðir sem úthlutað er frá og með 21. febrúar 2024 gildi tímabundin 50% niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingu íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftir greindum lóðum við þegar tilbúnar götur á bæði Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Niðurfellingin gildir um eftirtaldar lóðir á Hofsósi: Kárastígur nr. 4 og 6, Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og 12 og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, 5 og nr. 6-8 (parhús). Niðurfellingin gildir jafnframt um eftirtaldar lóðir á Steinsstöðum: Lækjarbakka nr 2, 4, 6 og 8, þegar þær verða auglýstar til úthlutunar á heimasíðu Skagafjarðar að undangenginni samþykkt þar að lútandi í skipulagsnefnd og sveitarstjórn, sbr. reglur um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði. Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31.12. 2025, sé þeim úthlutað eftir það tímamark.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að samþykkja að um lóðir sem úthlutað er frá og með 21. febrúar 2024 gildi tímabundin 50% niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingu íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftir greindum lóðum við þegar tilbúnar götur á bæði Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Niðurfellingin gildir um eftirtaldar lóðir á Hofsósi: Kárastígur nr. 4 og 6, Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og 12 og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, 5 og nr. 6-8 (parhús). Niðurfellingin gildir jafnframt um eftirtaldar lóðir á Steinsstöðum: Lækjarbakka nr 2, 4, 6 og 8, þegar þær verða auglýstar til úthlutunar á heimasíðu Skagafjarðar að undangenginni samþykkt þar að lútandi í skipulagsnefnd og sveitarstjórn, sbr. reglur um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði. Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31.12. 2025, sé þeim úthlutað eftir það tímamark.
6.Úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa
Málsnúmer 2401235Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dags. 10. janúar 2024, sem sent er til sveitarfélaga landsins frá ráðuneytisstjóra umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í bréfinu er kynnt fyrirhuguð úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa. Unnið verður að úttektinni á árinu 2024 en samningar um reksturinn verða framlengdir með óbreyttum hætti út árið 2024.
7.Samráð; Áform um breytingu á raforkulögum
Málsnúmer 2401279Vakta málsnúmer
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 13/2024, "Áform um breytingu á raforkulögum". Umsagnarfrestur er til og með 08.02. 2024.
Fundi slitið - kl. 16:05.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir heimild menningar- og viðskiptaráðherra til að hefja söluferli félagsheimilanna í Rípurhreppi, Ljósheima og Skagasels, í samræmi við lög um félagsheimili nr. 107/1970. Jafnframt samþykkir byggðarráð samhljóða að upplýsa með skriflegum hætti fulltrúa félagasamtaka sem hafa tengst uppbyggingu húsanna um hugsanlegt söluferli skv. samþykktum byggðarráðs frá 48. og 79. fundum ráðsins.