Fara í efni

Leiga og sala hólfa við Hofsós

Málsnúmer 2409226

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12. fundur - 03.10.2024

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti til leigu hólf nr. 24, 25 og 27 austan Hofsóss.
Hólf nr. 24 er 10,3 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 25 er 9,94 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 27 er 66,8 ha að stærð, framræst að hluta en ekki nýtilegt til slægju í núverandi ástandi.

Jafnframt var auglýst til sölu hólf nr. 23 austan Hofsóss, sunnan Deildardalsafleggjara, Hólfið er 15,85 ha að stærð.
Umsóknarfrestur var til 30. september 2024.
Þrír aðilar sóttu um að leigja land úr hólfi nr. 27. Rúnar Númason, Páll Birgir Óskarsson og Gunnar Eysteinsson.
Einn aðili sótti um að leigja hólf nr. 24 og 25. Rúnar Númason.

Fyrir liggur tillaga um ráðstöfun hólfa samkvæmt fyrirliggjandi umsóknum.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að vinna málið áfram og endanlegri afgreiðslu leigusamninga vísað til byggðarráðs.
Í hólf nr. 23 bárust 3 kauptilboð og er þeim vísað til afgreiðslu Eignasjóðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 116. fundur - 08.10.2024

Máli vísað frá 12. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 3. október sl., þannig bókað:

"Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti til leigu hólf nr. 24, 25 og 27 austan Hofsóss.
Hólf nr. 24 er 10,3 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 25 er 9,94 ha að stærð og ræktað að hluta. Hólf nr. 27 er 66,8 ha að stærð, framræst að hluta en ekki nýtilegt til slægju í núverandi ástandi.

Jafnframt var auglýst til sölu hólf nr. 23 austan Hofsóss, sunnan Deildardalsafleggjara, Hólfið er 15,85 ha að stærð.
Umsóknarfrestur var til 30. september 2024.
Þrír aðilar sóttu um að leigja land úr hólfi nr. 27. Rúnar Númason, Páll Birgir Óskarsson og Gunnar Eysteinsson.
Einn aðili sótti um að leigja hólf nr. 24 og 25. Rúnar Númason.

Fyrir liggur tillaga um ráðstöfun hólfa samkvæmt fyrirliggjandi umsóknum.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að vinna málið áfram og endanlegri afgreiðslu leigusamninga vísað til byggðarráðs.
Í hólf nr. 23 bárust 3 kauptilboð og er þeim vísað til afgreiðslu Eignasjóðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna öllum innkomnum kauptilboðum í hólf nr. 23.

Byggðarráð Skagafjarðar - 117. fundur - 18.10.2024

Mál áður á dagskrá 116. fundar byggðarráðs þann 8. október sl.

Rúnar Páll Hreinsson sendi byggðarráði erindi dagsett 9. október 2024 þar sem hann fer þess á leit við byggðarráð að endurskoða ákvörðun sína að hafna öllum innkomnum kauptilboðum í hólf nr. 23.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.

Byggðarráð Skagafjarðar - 119. fundur - 30.10.2024

Mál síðast á dagskrá 116. fundi byggðarráðs þann 8. október 2024. Lögð fyrir drög að þremur leigusamningum um leigu á hólfum á 24, 25, 28 og 29.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlögð drög leigusamninga og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun samninga.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17. fundur - 12.12.2024

Farið yfir umsókn Gunnars Eysteinssonar um beitarhólf við Hofsós sem auglýst voru fyrr á árinu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðarráð Skagafjarðar - 130. fundur - 22.01.2025

Málið var áður á dagskrá 117. fundar byggðarráðs þann 18. október sl.

Hólf 23 við Hofsós var á síðasta ári boðið til sölu en ákveðið var að hafna öllum innkomnum kauptilboðum í hólfið. Málið hefur verið skoðað nánar og nú liggur fyrir verðmat Magnúsar Leópoldssonar fasteignasala hjá Fasteignamiðstöðinni ehf upp á 300.000 krónur á hektarann.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa hólf 23 við Hofsós til sölu.