Frístundaakstur
Málsnúmer 2412001
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 29. fundur - 17.12.2024
Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótarfrístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Anna Lilja Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að vísa málinu til félagsmála- og tómstundanefndar. Byggðarráð óskar jafnframt eftir upplýsingum um afstöðu nefndarinnar.