Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

586. fundur 15. mars 2012 kl. 09:00 - 09:57 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Reglur um húsnæðismál

Málsnúmer 1202136Vakta málsnúmer

Málið áður á 585. fundi byggðarráðs. Lögð fram drög að reglum um húsnæðismál.

Byggðarráð samþykkir framlögð drög.

2.Frumvarpdrög til breytinga laga um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 1203076Vakta málsnúmer

Frestað erindi frá 585. fundi byggðarráðs. Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu þar sem óskað er eftir athugasemdum við drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, vegna innleiðingar á úrgangstilskipun 2008/98/EB. Erindið fer einnig til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd.

Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda inn athugasemdir við drögin, en leggur áherslu á að mikilvægt sé að reglugerðir sem kveðið er á í drögunum verði unnar í náinni samvinnu við sveitarfélögin.

3.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Málsnúmer 1203099Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., föstudaginn 23. mars 2012 í Reykjavík.

Byggðarráð samþykkir að Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

4.Samningur við Markaðsskrifstofu Norðurlands

Málsnúmer 1201274Vakta málsnúmer

Lagður fram samstarfssamningur á milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Markaðsstofu Norðurlands, sem miðar að því að vinna að fjölga heimsóknum og lengja dvöl ferðamanna á Norðurlandi vestra í samstarfi og samvinnu við ferðaþjónustufyrirtæki og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til hagsbóta fyrir atvinnulífið og samfélagið.

Byggðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leiti.

5.UB koltrefjar ehf - aðalfundarboð

Málsnúmer 1203221Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð UB koltrefja ehf., 20. mars 2012.

Byggðarráð samþykkir að Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

6.Ferðasmiðjan ehf - aðalfundur

Málsnúmer 1203208Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Ferðasmiðjunnar ehf, 22. mars 2012.

Byggðarráð samþykkir að Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

Fundi slitið - kl. 09:57.