Frumvarpdrög til breytinga laga um meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 1203076
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 586. fundur - 15.03.2012
Frestað erindi frá 585. fundi byggðarráðs. Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu þar sem óskað er eftir athugasemdum við drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, vegna innleiðingar á úrgangstilskipun 2008/98/EB. Erindið fer einnig til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda inn athugasemdir við drögin, en leggur áherslu á að mikilvægt sé að reglugerðir sem kveðið er á í drögunum verði unnar í náinni samvinnu við sveitarfélögin.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012
Afgreiðsla 585. fundar byggðaráðs staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 288. fundur - 28.03.2012
Afgreiðsla 586. fundar byggðaráðs staðfest á 288. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu þar sem óskað er eftir athugasemdum við drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, vegna innleiðingar á úrgangstilskipun 2008/98/EB. Erindið fer einnig til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd.
Afgreiðslu frestað.