Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Þriggja ára áætlun 2011 - 2013
Málsnúmer 1003007Vakta málsnúmer
2.Gjaldtaka fyrir endurúthlutun lóða
Málsnúmer 0910086Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 502. fundar byggðarráðs. Kynnt samkomulag um réttmæti innheimtu og lúkningu málsins í sátt beggja aðila.
3.Fjárhagsáætlun Frístundasviðs 2010
Málsnúmer 0911014Vakta málsnúmer
Félags- og tómstundanefnd lagði til við byggðarráð á 150. fundi að hluta af styrk Framkvæmdasjóðs aldraðra 2009 vegna Húss frítímans, yrði varið í gjaldfærðan kostnað á málaflokki 06 vegna standsetningar húsnæðisins á árinu 2009 og til framkvæmda við fasteignina á árinu 2010.
Byggðarráð samþykkir að 2 mkr. verði færðar á móti gjaldfærðum kostnaði vegna Húss frítímans og 7,5 mkr. verði nýttar á móti framkvæmdum á árinu 2010.
4.Hvatapeningar gildi til 18 ára aldurs
Málsnúmer 1001114Vakta málsnúmer
Lögð fram bókun 154. fundar félags- og tómstundanefndar varðandi að greiðslur hvatapeninga gildi fyrir börn og unglinga á aldrinum frá 6 til 18 ára, frá og með 1. janúar 2010. Málið áður á dagskrá á 504. fundi ráðsins
Byggðarráð samþykkir að greiðsla hvatapeninga gildi einnig fyrir unglinga sem verða 17 og 18 ára á árinu 2010. Útgjaldaaukningin rúmast innan fjárhagsáætlunar málaflokks 06.5.V.I.T. 2010
Málsnúmer 1002246Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frístundasviðs sveitarfélagsins til félags- og tryggingamálaráðuneytisins um styrk úr mótvægissjóði Velferðarvaktarinnar til verkefnisins V.I.T. 2010 (vinna-íþróttir-tómstundir 16-18 ára).
Byggðarráð styður umsóknina.
6.Ársþing SSNV
Málsnúmer 1002222Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf varðandi ákvörðun stjórnar SSNV um að 18. ársþing SSNV verði haldið á Blönduósi, dagana 27.-28. ágúst 2010.
7.Skil á þriggja ára áætlun 2011-2013
Málsnúmer 1003008Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem tilkynnt er að frestur til að skila þriggja ára áætlun 2011-2013 hafi runnið út 28. febrúar sl.
Fundi slitið - kl. 10:59.
Vinna við þriggja ára áætlun 2011-2013 kynnt og lögð fram fyrstu drög að henni.
Byggðarráð samþykkir að þriggja ára áætlunin verði lögð fram á næsta fundi byggðarráðs og til fyrri umræðu á aukafundi sveitarstjórnar 16. mars nk. Síðari umræða fer fram á sveitarstjórnarfundi 23. mars 2010.