V.I.T. 2010
Málsnúmer 1002246
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 508. fundur - 04.03.2010
Lögð fram umsókn frístundasviðs sveitarfélagsins til félags- og tryggingamálaráðuneytisins um styrk úr mótvægissjóði Velferðarvaktarinnar til verkefnisins V.I.T. 2010 (vinna-íþróttir-tómstundir 16-18 ára).
Byggðarráð styður umsóknina.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 58. fundur - 11.03.2010
Ásdís Guðmundsdóttir frá Vinnumálastofun kom til fundarins og kynnti stöðu atvinnuleysis í Skagafirði og helstu úrræði sem stofnunin hefur á sínum snærum fyrir atvinnuleitendur. Nú eru 108 einstaklingar á atvinnuleysisskrá, 61 karl og 47 konur og ríflega helmingur þeirra taka nú þátt í einhverjum úrræðum á vegum stofnunarinnar. Atvinnuleysi í febrúar var 9.3% á landinu öllu en 4.9% á Norðurlandi vestra.
María Björk Ingvadóttir frístundastjóri sveitarfélagsins kom til fundarins og kynnti hugmyndir sem unnar hafa verið á vettvangi Félags- og tómstundanefndar undir heitinu V.I.T. (vinna-íþróttir-tómstundir).
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 260. fundur - 16.03.2010
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 157. fundur - 23.03.2010
Forstöðumaður Húss frítímans kynnir niðurstöður könnunar FNV. Það eru 105 á skrá á aldrinum 16-18 ára í FNV og 90 svöruðu.
Þeir sem ekki hafa fengið vinnu og hyggjast sækja um hjá Vinnuskóla , verði það í boði eru 30. Þeir sem búast fastlega við að sækja þar sem þau eru ekki komin með örugga vinnu eru 18. Þeir sem hafa fengið vinnu eru 42 . Samkvæmt þessu má ætla að um 50 ungmenni vanti vinnu í sumar. Kostnaður við V.I.T.2010 fyrir svo stóran hóp er gróflega áætlaður 15-18 milljónir. .Félags-og tómstundanefnd lítur á þetta verkefni sem forgangsmál og óskar eftir því við Byggðaráð að fjármagn verði tryggt. Frístundastjóri hefur kynnt málið í Atvinnu-og ferðamálanefnd og beðið er svars frá Félagsmálaráðuneyti og Lýðheilsustöð við umsókn um styrk í verkefnið.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 511. fundur - 26.03.2010
Eindinu vísað til byggðarráðs frá 157. fundi félags- og tómstundanefndar. Óskar nefndin eftir því að byggðarráð tryggi fjármagn allt að 18 mkr. til verkefnisins sem ætlað er að veita um 50 ungmennum vinnu í sumar. Sótt hefur verið um styrk að upphæð 5,9 mkr. til Mótvægissjóðs velferðarvaktarinnar.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins þar til niðurstaða kemur úr umsókninni til Mótvægissjóðs velferðarvaktarinnar.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 55. fundur - 29.03.2010
Rætt um aðgerðir sem grípa þarf til varðandi atvinnumál 16-18 ára unglinga í sumar. Málið hefur verið rætt á vettvangi Félags- og tómstundanefndar og í Byggðaráði. Beðið er ákvarðanna varðandi fjármagn og sótt hefur verið í sjóði eftir mótframlögum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Afgreiðsla 508. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 262. fundur - 20.04.2010
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 57. fundur - 03.05.2010
Rætt um fyrirkomulag mála þar sem allt bendi til að fjármunir verði fundnir til verkefnisins. María kynnti hugmyndir að því hvernig staðið verður að verkefninu. Atvinnumálanefnd og byggðarráð munu ganga frá þessu máli á næstunni en þangað til verður undirbúningi af hálfu embættismanna haldið áfram.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 158. fundur - 04.05.2010
Beðið er eftir niðurstöðum umsókna vegna styrkja til ýmissa opinberra sjóða til þessa verkefnis. Fyrir liggur samþykkt frá Nýsköpunarsjóði um greiðslu launa tveggja verkefnastjóra við verkefnið. Félags-og tómstundanefnd samþykkir að áfram verði haldið með verkefnið.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 516. fundur - 12.05.2010
Lögð fram til kynningar bókun 158. fundar félags- og tómstundanefndar.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 61. fundur - 12.05.2010
Rætt um stöðu verkefnisins V.I.T. 2010, atvinnuátak fyrir 16-18 ára ungmenni. Beðið er svara við umsóknum sem sendar voru í sjóði sem styrkja þessa tegund verkefna.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 59. fundur - 17.05.2010
María upplýsir að 20 umsóknir séu komnar og um 15 hafa fengið úrlausn.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Afgreiðsla 516. fundar byggðaráðs staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Afgreiðsla 155. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 520. fundur - 01.07.2010
Svohljóðandi bókun var gerð á 511. fundi byggðarráðs:
"Eindinu vísað til byggðarráðs frá 157. fundi félags- og tómstundanefndar. Óskar nefndin eftir því að byggðarráð tryggi fjármagn allt að 18 mkr. til verkefnisins sem ætlað er að veita um 50 ungmennum vinnu í sumar. Sótt hefur verið um styrk að upphæð 5,9 mkr. til Mótvægissjóðs velferðarvaktarinnar.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins þar til niðurstaða kemur úr umsókninni til Mótvægissjóðs velferðarvaktarinnar."
Svar við umsókninni hefur borist frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu og tilkynnt að ekki hafi verið unnt að verða við henni.
Styrkur að upphæð kr. 200.000 hefur fengist úr Forvarnarsjóði til verkefnisins.
Undir þessum dagskrárlið komu María Björk Ingvadóttir frístundastjóri og Ivano Tasin forstöðumaður Húss frítímans til viðræðu.
Byggðarráð samþykkir að veita allt að kr. 4.500.000 til verkefnisins og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.
Frístundstjóri kynnir umsókn Frístundasviðs í mótvægissjóð velferðarvaktarinnar fyrir verkefnið: Vinna - íþróttir - tómstundir 16-18 ára ungmenna í sumar. Einnig kynnt styrkumsókn fyrir sama verkefni í Forvarnasjóð. Félags-og tómstundanefnd styður verkefnið og umsóknina og vísar málinu til Byggðaráðs.