Fara í efni

Þriggja ára áætlun 2011 - 2013

Málsnúmer 1003007

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 508. fundur - 04.03.2010

Vinna við þriggja ára áætlun 2011-2013 kynnt og lögð fram fyrstu drög að henni.

Byggðarráð samþykkir að þriggja ára áætlunin verði lögð fram á næsta fundi byggðarráðs og til fyrri umræðu á aukafundi sveitarstjórnar 16. mars nk. Síðari umræða fer fram á sveitarstjórnarfundi 23. mars 2010.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 509. fundur - 11.03.2010

Sveitarstjóri lagði fram og skýrði þriggja ára áætlun 2011-2013.

Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 260. fundur - 16.03.2010

Sveitarstjóri skýrði Þriggja ára áætlun 2011-2013. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Forseti Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir gerir þá tillögu að þriggja ára áætlun verði vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Tillagan var borin upp og samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 510. fundur - 18.03.2010

Lögð fram til síðari umræðu, þriggja ára áætlun 2011-2013.

Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010

Afgreiðsla 508. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010

Afgreiðsla 509. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010

Forseti sveitarstjórnar leggur til að afgreiðslu þriggja ára áætlunar 2011-2013 verði vísað til 2. liðar á dagskrá sveitarstjórnar og var það samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 510. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010

Margeir Friðriksson, sviðsstjóri Stjórnsýslu- og fjármálasviðs, staðgengill sveitarstjóra, gerði grein fyrir fáeinum breytingum sem orðið hafa á þriggja ára áætlun milli umræðna. Páll Dagbjartsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks.

"Þessi þriggja ára áætlun, sett fram við ótryggar ytri aðstæður, opinberar stefnu meirihlutaflokkanna nú í aðdraganda kosninga. Áætlunin gerir ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri sveitarsjóðs og að í besta falli verði reksturinn kominn í jafnvægi undir lok tímabilsins. Samkvæmt því verður ekki séð að núverandi meirihluti treysti sér til að skapa sveitarfélaginu fjárhagslegt svigrúm til stórframkvæmda á næstu þremur árum. Komið hefur fram að þörf er fyrir a.m.k 150 milljón króna hagræðingu í rekstri ef sveitarsjóður á að geta risið undir viðbyggingu við Árskóla.

Ný sveitarstjórn tekur við í júní n.k. og mun það koma í hennar hlut að marka stefnuna næsta kjörtímabil."

Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess 2011-2013, með áorðnum breytingum, borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum og 4 sitja hjá. Gísli Árnason óskar bókað að hann sitji hjá.