Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Skarðseyri - nýframkvæmd vegar
Málsnúmer 1305164Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að legu Skarðseyrar. Málið var til kynningar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 22. maí , sem vísað því síðan til afgreiðslu byggðarráðs. Formanni byggðarráðs falið að ræða við þá hagsmunaaðila sem málið varðar.
2.Árskóli - staða framkvæmda.
Málsnúmer 1302138Vakta málsnúmer
Jón Örn Berndsen kom á fundinn og fór yfir stöðu framkvæmda við Árskóla.
3.Umsókn um leyfi til fornleifarannsókna
Málsnúmer 1306136Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Guðnýu Zoega fyrir hönd Byggðasafns Skagfirðinga, þar sem beðið er um leyfi Sveitarfélagsins Skagafjarðar til fornleifarannsókna í Undadalsafrétt og Deildardalsafrétt. Í Unadalsafrétt eru það staðirnir Þönglaskálasel, Hofssel og Ennissel en í Deildardalsafrétt eru það staðirnir Grafarsel og Grindarsel.
Byggðarráð samþykkir að gefa Byggðasafni Skagfirðinga leyfi til fornleifarannsókna í Unadals-og Deildardalsafrétt.
Byggðarráð samþykkir að gefa Byggðasafni Skagfirðinga leyfi til fornleifarannsókna í Unadals-og Deildardalsafrétt.
4.Styrktarsjóður EBÍ 2013
Málsnúmer 1306117Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Styrktarsjóði EBÍ. Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir og rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu og menningarmálum í aðildarsveitarfélögunum. Aðildarsveitarfélög geta sótt um úthlutun úr sjóðnum og er hverju sveitarfélagi heimilt að senda eina umsókn.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá umsókn.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá umsókn.
5.Tillaga um kaup á íbúð
Málsnúmer 1306126Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra um þörf á íbúðum með góðu aðgengi. Byggðarráð samþykkir að fresta erindinu og óska eftir frekari gögnum um söluhæfar íbúðir í eigu sveitarfélagsins.
6.Andsvar við athugasemdum
Málsnúmer 1306134Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Hagsmundasamtökum heimilanna til sveitarstjórna á landsvísu. Bréfið er sent til leiðréttingar á misskilningi í forsendum álits Sambands íslenskra sveitarfélaga um réttaráhrif þess að sveitarfélög leggist gegn uppboði fasteigna vegna verðtryggðra lána.
Fundi slitið - kl. 10:07.