Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

690. fundur 19. mars 2015 kl. 08:15 - 09:21 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Vinabæjarmót 2015 í Kongsberg, Noregi

Málsnúmer 1502157Vakta málsnúmer

Lagt fram boðsbréf frá vinabæ Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Noregi, Kongsberg vegna vinabæjamóts dagana 18. og 19. maí 2015. Umfjöllunarefni verður þróun atvinnulífs. Hvernig getur sveitarfélagið stutt við fyrirtæki í heimabyggð til vaxtar. Tæknigarðar og nýsköpun verða hluti af þema. Einnig verður fjallað um æskulýðsstarf á vegum sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka. Einn hluti af þessu þema varðar eftirfylgni með æskulýðsverkefni sem stýrt er af Esbo. Annar hluti snýr að því hvernig á að efla virkni unglinga til heilbrigðra lífshátta og þátttöku í íþróttum og hverning á að virkja samfélagið s.s. samtök, íþróttafélög og sjálfboðaliða.

2.Laugarból lóð 205500 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1503114Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 13. mars 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóhönnu Sigurðardóttur, kt. 270264-7199 fyrir hönd Ferðaþjónustunnar Steinsstöðum, kt. 690704-4390 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Laugarból. Gististaður, flokkur II og samkomusalir, flokkur I. Forsvarsmaður er Jóhanna Sigurðardóttir, Laugarhvammi, 560 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Laugarhvammur land 14, 201896 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1503112Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 13. mars 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóhönnu Sigurðardóttur, kt. 270264-7199 fyrir hönd Ferðaþjónustunnar Steinsstöðum, kt. 690704-4390 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Laugarhvamm. Sumarhús, gististaður, flokkur I. Forsvarsmaður er Jóhanna Sigurðardóttir, Laugarhvammi, 560 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Reykjarhóll 146878 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1411239Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 26. nóvember 2014, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sjafnar Guðmundsdóttur kt. 170955-3829 og Jóns Sigmundssonar kt. 120361-3179, fyrir hönd Reykjarhóls ehf., kt. 561014-0350, um rekstrarleyfi fyrir Reykjahól á Bökkum, 570 Fljót. Gististaður flokkur III, íbúð. Forsvarsmenn eru Sjöfn Guðmundsdóttir og Jón Sigmundsson.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

5.Steinsstaðaskóli lóð 146228 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1503111Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 13. mars 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóhönnu Sigurðardóttur, kt. 270264-7199 fyrir hönd Ferðaþjónustunnar Steinsstöðum, kt. 690704-4390 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Steinsstaðaskóla. Gististaður, flokkur III. Forsvarsmaður er Jóhanna Sigurðardóttir, Laugarhvammi, 560 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

6.Umsókn vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 1501348Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi þegar hér var komið kl. 08:58.

7.Aðstaða fyrir RÚV á Sauðárkróki - uppsögn

Málsnúmer 1503034Vakta málsnúmer

Eftirfarandi bókun lögð fram og samþykkt samhljóða:
"Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá ráðstöfun Ríkisútvarps allra landsmanna að leggja niður starfstöð sína á Sauðárkróki á sama tíma og stofnunin boðar eflingu starfsemi sinnar á landsbyggðinni. Mikilvægt er að Ríkisútvarpið sé sýnilegt í starfsemi sinni um allt land og er Norðurland vestra þar ekki undanskilið.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur stutt vel við starfsemi Ríkisútvarpsins og greitt húsaleigu fyrir upptöku- og útsendingaraðstöðu RÚV á Sauðárkróki í áratug. Frá hljóðverinu hefur verið sinnt dagskrárgerð og beinar útsendingar sendar þaðan, meðal annars sá vinsæli þáttur Á sagnaslóð sem nú hefur verið lagður af.
Byggðarráð skorar á útvarpsstjóra og Ríkisútvarpið að endurvekja metnaðarfulla dagskrárgerð og fréttaflutning frá landshlutanum."

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með útvarpsstjóra.

Fundi slitið - kl. 09:21.