Vinabæjarmót 2015 í Kongsberg, Noregi
Málsnúmer 1502157
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 690. fundur - 19.03.2015
Lagt fram boðsbréf frá vinabæ Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Noregi, Kongsberg vegna vinabæjamóts dagana 18. og 19. maí 2015. Umfjöllunarefni verður þróun atvinnulífs. Hvernig getur sveitarfélagið stutt við fyrirtæki í heimabyggð til vaxtar. Tæknigarðar og nýsköpun verða hluti af þema. Einnig verður fjallað um æskulýðsstarf á vegum sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka. Einn hluti af þessu þema varðar eftirfylgni með æskulýðsverkefni sem stýrt er af Esbo. Annar hluti snýr að því hvernig á að efla virkni unglinga til heilbrigðra lífshátta og þátttöku í íþróttum og hverning á að virkja samfélagið s.s. samtök, íþróttafélög og sjálfboðaliða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015
Afgreiðsla 688. fundar byggðaráðs staðfest á 325. fundi sveitarstjórnar 25. mars 2015 með átta atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015
Afgreiðsla 690. fundar byggðaráðs staðfest á 325. fundi sveitarstjórnar 25. mars 2015 með átta atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 691. fundur - 26.03.2015
Málið áður fyrir 690. fundi byggðarráðs, 19. mars 2015.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins verði byggðarráð, sveitarstjóri, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála og verkefnisstjóri atvinnumála.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins verði byggðarráð, sveitarstjóri, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála og verkefnisstjóri atvinnumála.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015
Afgreiðsla 691. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar á mótinu verði byggðarráðsfulltrúar, sveitarstjóri og fulltrúi/ar viðkomandi sviða sem tengjast málefnum mótsins.