Fara í efni

Ungmennaráð sveitarfélaga

Málsnúmer 1109061

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 566. fundur - 22.09.2011

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi ungmennaráð sveitarfélaga. Erindið fer til umfjöllunar og afgreiðslu hjá félags- og tómstundanefnd.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 177. fundur - 27.09.2011

María Björk Ingvadóttir sat fundinn undir þessu lið.

Frístundastjóri kynnir tilmæli Sambandsins um stofnun Ungmennaráðs sveitarfélagsins. Slíkt ráð var sett á laggirnar í Skagafirði árið 2007 en eftir er að tilnefna í slíkt ráð fyrir yfirstandandi kjörtímabil. Formanni og frístundastjóra er falið að koma með tillögu að reglum á næsta fundi nefndarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 566. fundar byggðaráðs staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 177. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 178. fundur - 08.11.2011

Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillögu að breyttum reglum við kjör á ungmennaráði Skagafjarðar þannig að hvert nemendaráð grunnskólanna þriggja tilnefni einn fulltrúa og einn varamann í ráðið og nemendaráð Fjölbrautaskóla tvo og einn til vara. Ungmennaráð verði skipað 5 aðalfulltrúum á aldrinum 14-18 ára, til árs í senn í stað tveggja ára . Tryggja skal það meginhlutverk ráðsins að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni ungs fólks. Miðað er við að nýtt ungmennaráð taki til starfa fyrir áramót.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Afgreiðsla 178. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 284. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.